Fara í efni

Nýir starfsmenn hjá VIRK

Til baka

Nýir starfsmenn hjá VIRK

Níní Jónasdóttir og Auður Þórhallsdóttir hófu störf nýverið hjá VIRK. Níní sem sérfræðingur á mats- og eftirlitsdeild starfsendurhæfingarsviðs og Auður sem deildarstjóri fræðslu-, þjálfunar- og mannauðsdeildar – nýrrar deildar á starfsendurhæfingarsviði VIRK.

Níní er hjúkrunarfræðingur með MSc gráðu í stjórnun á sviði heilbrigðisvísinda. Hún hefur víðtæka reynslu af störfum innan heilbrigðiskerfisins á Íslandi og í Svíþjóð.

Auður er menntaður grunnskólakennari og starfaði við kennslu í tæp tuttugu ár ásamt því að gegna deildarstjórastöðu í grunnskóla. Síðan starfaði hún sem leiðtogi fræðslumála hjá Alcan í Straumsvík en hefur síðustu sjö ár starfað sem fræðslustjóri og mannauðsráðgjafi hjá Samskipum.

Við bjóðum þær velkomnar til starfa og óskum þeim velfarnaðar í starfi.


Fréttir

06.06.2024
30.04.2024

Hafa samband