Fara í efni

Nýir ráðgjafar

Til baka

Nýir ráðgjafar

Fjórir nýir ráðgjafar hófu störf fyrir okkur í maí. Erla Hrönn Vilhjálmsdóttir er nýr ráðgjafi hjá VR, Þóra Þorgeirsdóttir hjá BHM og Íris Judith Svavarsdóttir hjá BSRB. Svo er Hrafnhildur Guðjónsdóttir nýr ráðgjafi hjá stéttarfélögum á Norðvesturlandi. 

Erla Hrönn Vilhjálmsdóttir er nýr ráðgjafi í starfsendurhæfingu hjá VR. Erla er sálfræðingur að mennt, með BA próf frá Háskóla Íslands og Cand. Psych. gráðu frá Árósarháskóla. Síðastliðin 5 ár starfaði hún á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar sem mannauðsráðgjafi þar sem hún hafði m.a. umsjón með fræðslu fyrir starfsfólk sviðsins. Þar áður starfaði hún við Háskólann á Bifröst sem sálfræðingur og náms- og starfsráðgjafi árin 2001 - 2008, auk þess að reka eigin sálfræðistofu samhliða því starfi. Auk almennrar sálfræðiráðgjafar hefur Erla lagt áherslu á vinnu með náms- og starfstengda örðugleika með aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og jákvæðrar sálfræði.

Þóra Þorgeirsdóttir er nýr ráðgjafi hjá BHM. Hún lauk BA gráðu til starfsréttinda í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands árið 2008. Hún hefur starfað sem félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg á Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða. Þar sinnti hún félagslegri ráðgjöf og var hluti af skólateymi Þjónustumiðstöðvarinnar. Hún vann mikið í útlendingamálum og með flóttamenn.  

Hrafnhildur Guðjónsdóttir er nýr ráðgjafi hjá stéttarfélögum á Norðvesturlandi. Hún lauk gráðu til starfsréttinda í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands 2003 og náms- og starfsráðgjafaréttindi 2008. Hrafnhildur hefur starfað sem yfirfélagsráðgjafi hjá Fjölskylduþjónustu Skagafjarðar og fjölskyldudeildar Félagsþjónustu uppsveita Árnessýslu og Flóa.  Einnig starfaði hún í nokkur ár sem félagsráðgjafi Reykjavíkurborgar hjá þjónustumiðstöðinni Miðgarði í Grafarvogi og Barnavernd Reykjavíkur. Í síðasta starfi var hún verkefnisstjóri Fléttunnar á Sauðárkróki og samhliða því vann hún sem verkefnastjóri í liðveislu við fatlað fólk í sjálfstæðri búsetu.

Íris Judith Svavarsdóttir er nýr ráðgjafi hjá BSRB. Hún lauk íþróttakennaraprófi 1989, B.Sc. gráðu í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands 1994 og meistaraprófi í Lýðheilsufræðum (MPH) frá Háskólanum í Reykjavík 2008.Hún hefur starfað við sjúkraþjálfun allt frá árinu 1994, fyrst á Grensásdeildinni en lengst af á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Þar starfaði hún í offitumeðferð, við endurhæfingu fólks með langvinna verki og við endurhæfingu fólks sem glímir við veikindi af geðrænum toga. Á Heilsustofnun var hún einnig virk í starfi sem sneri að málefnum starfsmanna, tók m.a. þátt í uppbyggingu teymis sem vinnur að heilsueflingu starfsmanna og var formaður starfsmannaráðs 2010-2012. 


Fréttir

06.06.2024
30.04.2024

Hafa samband