Fara í efni

Ísland til eftirbreytni

Til baka

Ísland til eftirbreytni

Framkvæmd Íslands á alþjóðasamþykkt um starfsendurhæfingu og atvinnumál fatlaðra var valin til umfjöllunar sem dæmi um framkvæmd samþykktar sem gæti orðið öðrum ríkjum til eftirbreytni á yfirstandandi þingi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO). Sjá nánari upplýsingar á vef Velferðarráðuneytisins.
 
Það sem helst þykir gott á Íslandi eru ákvæði í lögum um málefni fatlaðra sem fjalla um atvinnumál og réttindavernd fatlaðra. Einnig er horft til laga nr. 60/2012 um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða, og þá sérstaklega til aðdraganda lagasetningarinnar og samstarfsins sem var milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins við undirbúning löggjafarinnar.  Lög nr. 60/2012 ná yfir starfsemi VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs.  Samið var um stofnun og starfsemi VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs í kjarasamningum á árinu 2008.

Alþjóðasamþykktin um starfsendurhæfingu og atvinnumál fatlaðra kveður meðal annars á um skyldu aðildarríkja til að móta og hrinda í framkvæmd stefnu í starfsendurhæfingu og atvinnumálum fatlaðra og jafnframt að endurskoða stefnuna reglulega. Stefnan á að miða að því að tryggja öllum hópum fatlaðra aðgang að endurhæfingarstarfsemi við sitt hæfi og að því að fjölga atvinnutækifærum fatlaðra á vinnumarkaði. Samþykktin hefur einnig að geyma ákvæði um aðgerðir á landsvísu til að þróa starfsendurhæfingu og vinnumiðlun fyrir fatlaða.


Fréttir

05.11.2024
18.10.2024

Hafa samband