VIRK framtíð
Til baka
10.05.2013
VIRK framtíð
Í vetur hefur verið unnið á markvissan hátt að mótun á framtíðarsýn og stefnu VIRK. Niðurstöður þessarar
vinnu voru kynntar á ársfundi VIRK í apríl síðastliðnum m.a. með útgáfu á sérstökum bæklingi sem ber heitið
"VIRK framtíð". Rafræna útgáfu af þessum bæklingi er að finna hér á
heimasíðunni (sjá einnig hér til vinstri á heimasíðunni undir "Stefnur og reglur VIRK").
Í þessu samhengi hefur m.a. verið mótuð metnaðarfull framtíðarsýn VIRK til ársins 2020:
Framtíðarsýn til 2020:
Í þessu samhengi hefur m.a. verið mótuð metnaðarfull framtíðarsýn VIRK til ársins 2020:
Framtíðarsýn til 2020:
- VIRK hefur í samstarfi við fagaðila, fyrirtæki og stofnanir skilað samfélagslegum ávinningi þar sem dregið hefur verulega úr nýgengi á örorku
- VIRK byggir á gagnreyndri þekkingu, rannsóknum og reynslu sem tryggir samþætta, árangursríka og örugga þjónustu á sviði starfsendurhæfingar
- VIRK hefur í samvinnu við fagaðila, fyrirtæki og stofnanir unnið að því að ryðja úr vegi hindrunum gegn aukinni atvinnuþátttöku einstaklinga með skerta starfsgetu
- VIRK er virt þekkingarsetur og er leiðandi í rannsóknum og þróun á sviði starfsendurhæfingar