25.07.2011
Hvað hvetur til endurkomu til vinnu (ETV) eftir veikindi eða slys?
Í rannsókn sem var gerð í Svíþjóð fyrir nokkrum árum (G. Gard og A.C. Sandberg 1998) var skoðað hvað hvetur
fólk til að fara aftur í vinnu eftir veikindi eða slys.
Þátttakendur voru einstaklingar sem tóku þátt í 12 vikna starfsendurhæfingu vegna stoðkerfisverkja. Endurhæfingin
samanstóð af þremur vinnudögum og tveimur endurhæfingardögum í hverri viku. Allir þátttakendur unnu á velferðarsviði eða
við þjónustu.
Tilgangurinn með rannsókninni var að kanna hvaða þættir hvetja eða letja fólk við endurkomu til vinnu. Skilyrði fyrir
þátttöku voru stoðkerfisverkir, (í mjóbaki, öxlum eða hálsi) að þeir hafi varað í að minnsta kosti eitt ár og
að veikindafjarvist frá vinnu væri að minnsta kosti fjórar vikur.