Fara í efni

Fréttir

Hægir á fjölgun örorkulífeyrisþega

Í frétt á heimasíðu Samtaka atvinnulífsins (http://www.sa.is/) í síðustu viku er greint frá því að verulega hafi hægt á fjölgun örorkulífeyrisþega á þessu ári miðað við síðasta ár.  Fjöldi örorkulífeyrisþega var 15.677 í ársbyrjun og 15.842 þann 1. júlí síðastliðinn þannig að fjölgunin á árinu nemur 165 einstaklingum fyrri hluta ársins.  Á árunum 2004-2009 fjölgaði örorkulífeyrisþegum um 500-1300 árlega og því er hér um að ræða mikla breytingu. Sama má segja um nýgengi örorku, mun færri fengu úrskurð um 75% örorku á fyrri hluta þessa árs en á sama tímabili í fyrra.  Sjá nánar á heimasíðu SA:  http://www.sa.is/

Alþjóðlegt samstarf um aukna þekkingu á sviði starfsendurhæfingar

Starfsendurhæfingarsjóður hefur undirritað samstarfssamning við  National Institute of Disability Management and Research (http://www.nidmar.ca/ ) í Kanada. NIDMAR var stofnað árið 1994 og er í dag þekkt á alþjóðavettvangi  sem frumkvöðull í hugmyndafræði um vinnutengda endurhæfingu

Batnaði fyrr vegna frábærra úrræða

,,Þegar ég fór loks til ráðgjafans í starfsendurhæfingu gerði ég mér grein fyrir því að ég hefði auðvitað átt að fara um leið og ráðgjafinn hringdi í mig. Ég var hins vegar svo vitlaus að ég taldi mig ekki þurfa á þessari aðstoð að halda. Öll úrræðin sem boðið var upp á og samtölin við ráðgjafann hafa styrkt mig gríðarlega mikið. Ég hefði ekki náð bata jafnfljótt án þeirra,“ segir ung kona í Breiðholtinu.

Niðurstöður rannsóknar um gagnsemi áætlunar um endurkomu til vinnu

Í rannsókn sem Stenstra og félagar gerðu var leitað svara við spurningu um hvaða leiðir skila hvaða hópum bestum árangri við endurkomu til vinnu eftir fjarveru vegna verkja í baki.  Það kom meðal annars  í ljós að vinnustaðir, sem greina og leysa hindranir vegna endurkomu til vinnu í veikindum/eftir veikindi, í samstarfi við starfsmenn sína, ná betri árangri við að aðstoða fólk

Hlutverk samstarfsfólks við endurkomu til vinnu

Samstarfsfólk hefur mikil, en oft ósýnleg áhrif í tengslum við endurkomu til vinnu. Rannsókn Åsu Tjulin og fleiri við Institute for Work & Health bendir til þess að samstarfsfólk hafi mikilvæga innsýn í hvernig best er að aðstoða veikan samstarfsmann við að koma aftur í vinnu, eða við að vera áfram í vinnu.  Þrátt fyrir þetta gleyma stjórnendur oft möguleikum sem felast í framlagi þeirra. Hlutverk samstarfsfólks er einkum mikilvægt þegar einstaklingurinn kemur aftur til starfa.

Starfsendurhæfing í atvinnulífinu

Meginhlutverk Starfsendurhæfingarsjóðs er að aðstoða einstaklinga með skerta starfsgetu til að auka hana og styrkja með það að markmiði að viðkomandi geti verið virkur þátttakandi á vinnumarkaði.  Til að slíkt sé mögulegt þarf oft að eiga sér stað  samstarf margra ólíkra aðila s.s. einstaklings, ráðgjafa, sérfræðinga, heilbrigðisstarfsmanna og síðast en ekki síst atvinnurekanda og stjórnenda á vinnustöðum.  Geta einstaklings til þátttöku á vinnumarkaði verður ekki aukin, vegin eða metin á réttmætan hátt nema í samstarfi við atvinnulífið og þá aðila sem þar stjórna og starfa.  Þ.e. vinnugeta einstaklings ræðst annars vegar af færni hans og hins vegar af þeim kröfum sem gerðar eru á vinnumarkaði í mismunandi störfum og verkefnum.  Starfsgeta einstaklings verður því ekki metin án samstarfs við atvinnulífið og eins er það ljóst að einstaklingur með líkamlega eða andlega fötlun eða skerðingu getur búið yfir fullri vinnugetu ef unnt er að finna honum verkefni við hæfi á vinnumarkaði.

Góður árangur í vetur

Í dag starfa 22 ráðgjafar á vegum VIRK hjá stéttarfélögum um allt land í um 19 stöðugildum.  Flestir ráðgjafanna hófu störf síðastliðið haust og svo bættust fleiri við þegar líða tók á veturinn.  Það má því segja að á síðasta vetri hafi verið stigin fyrstu skrefin í þjónustu á vegum VIRK um allt land.  Auk þess að veita þjónustu hefur veturinn einnig verið nýttur til fræðslu og þjálfunar fyrir ráðgjafana og til að þróa og bæta okkar aðferðir og þjónustuferla.  Það er og verður stöðugt verkefni. Óhætt er að segja að þjónustan hafi farið vel af stað.  Tæplega 1000 einstaklingar hafa nú fengið þjónustu hjá ráðgjöfum VIRK og margir þeirra hafa einnig notið góðs af fjölbreyttum úrræðum sem VIRK hefur fjármagnað.  Eftirspurn eftir þjónustunni eykst stöðugt og höfum við þurft að bæta við ráðgjöfum á tilteknum stöðum til að mæta henni.  Til nánari upplýsinga er hér á eftir varpað fram nokkrum punktum og staðreyndum um þjónustuna á síðasta vetri:

Fræðigreinar og áhugaverðar upplýsingar

Á heimasíðu VIRK er að finna mikið af áhugaverðum upplýsingum um starfsendurhæfingu.  Vert er að vekja athygli á að búið er að bæta við mörgum áhugaverðum fræðigreinum um starfsendurhæfingu og tengd málefni í kaflann "Fræðigreinar" sem er undir "Upplýsingar og fræðsla" - sjá einnig hér.

Fleiri reynslusögur notenda

Reynslusögur notenda gefa mikilvægar upplýsingar um þjónustu ráðgjafa stéttarfélaganna og VIRK.  Um er að ræða stutt viðtöl við einstaklinga sem hafa notið góðs af þjónustunni.  Fleiri viðtöl hafa nú verið sett inn á heimasíðuna og er þau að finna hér:  Reynslusögur notenda.  Einnig er hægt að opna þessa síðu með því að smella á myndirnar hér til vinstri eða smella á "Reynslusögur notenda" í yfirlitinu efst til vinstri á forsíðunni.

Fræðslu- og óvissuferð starfsmanna og ráðgjafa VIRK

Í lok síðustu viku fóru starfsmenn og ráðgjafar VIRK í fræðslu- og óvissuferð, þessi hópur telur nú um 30 manns.  Í ferðinni var lögð áhersla bæði á fræðslu og skemmtun og ekki síst að ráðgjafar VIRK um allt land fái tækifæri til samveru og samstarfs.  Unnið var í hópum þar sem rætt var m.a. um vinnuferla og mismunandi úrræði.  Einnig var ýmislegt til gamans gert, sungið, spilað og leikið.  Farið var í óvissuferð um uppsveitir Borgarfjarðar þar sem m.a. var skoðaður geitabúskapur, fræðst um tröll og náttúru í Fossatúni og Landnámssetrið heimsótt. 

Hafa samband