16.08.2010
Hægir á fjölgun örorkulífeyrisþega
Í frétt á heimasíðu Samtaka atvinnulífsins (http://www.sa.is/) í síðustu viku er greint frá
því að verulega hafi hægt á fjölgun örorkulífeyrisþega á þessu ári miðað við síðasta ár.
Fjöldi örorkulífeyrisþega var 15.677 í ársbyrjun og 15.842 þann 1. júlí síðastliðinn þannig að fjölgunin
á árinu nemur 165 einstaklingum fyrri hluta ársins. Á árunum 2004-2009 fjölgaði örorkulífeyrisþegum um 500-1300 árlega og
því er hér um að ræða mikla breytingu.
Sama má segja um nýgengi örorku, mun færri fengu úrskurð um 75% örorku á fyrri hluta þessa árs en á sama tímabili
í fyrra. Sjá nánar á heimasíðu SA: http://www.sa.is/