Fara í efni

Fréttir

Ársrit um starfsendurhæfingu

Starfsendurhæfingarsjóður hefur gefið út ársrit um starfsendurhæfingu.  Þetta er fyrsta ársrit sjóðsins. Ritinu var dreift á morgunverðarfundi og ársfundi sjóðsins í síðustu viku.  Með útgáfu ársrits vill sjóðurinn miðla upplýsingum um starfsemina auk þess að koma á framfæri bæði innlendri og erlendri þekkingu og reynslu á sviði starfsendurhæfingar.  Þessum upplýsingum er komið á framfæri í formi umfjöllunar, viðtala og greinarskrifa. Hægt er að nálgast ritið hér.  Einnig er hægt að fá ársritið sent í pósti með því að senda inn beiðni á netfangið virk@virk.is.  Ársrit um starfsendurhæfingu

Fjölmenni á morgunverðarfundi og ársfundi

Fjölmenni var á morgunverðarfundi og ársfundi Starfsendurhæfingarsjóðs síðastliðinn fimmtudag.  Um 130 manns hlýddu á erindi Vigdísar Jónsdóttur um starfsemi sjóðsins undanfarið ár og á áhugavert erindi Jain Holmes um „Cooperatin with the Labour Market for Effective Vocational Rehabilitation“.   Hefðbundin ársfundarstörf voru síðan í framhaldi af morgunverðarfundi þar sem Gylfi Arnbjörnsson formaður stjórnar Starfsendurhæfingarsjóðs hélt erindi, ársreikningar voru samþykktir, stjórn skipuð til næstu tveggja ára og endurskoðandi kjörinn.  Glærur/erindi framsögumanna má finna hér: Gylfi Arnbjörnsson Jain HolmesVigdís Jónsdóttir  

Morgunverðarfundur með áhugaverðum erindum

Starfsendurhæfingarsjóður stendur fyrir morgunverðarfundi fimmtudaginn 29. apríl 2010 frá kl. 8:15 – 10:00 á Grand hótel Reykjavík.  Á fundinum mun Vigdís Jónsdóttir gera grein fyrir starfsemi sjóðsins undanfarið ár og Jain Holmes sérfræðingur og ráðgjafi í starfsendurhæfingu í Bretlandi flytur fróðlegt erindi um starfsendurhæfingu í atvinnulífinu.  Erindi hennar nefnist “Cooperation with the Labor Market for Effective Vocational Rehabilitation”.  Jain Holmes er virtur ráðgjafi og fræðimaður á sviði starfsendurhæfingar og hefur m.a. gefið út fræðslurit og kennslubækur á þessu sviði.  Fundurinn er öllum opinn og er hann í boði Starfsendurhæfingarsjóðs. Sjá nánari upplýsingar hér. Hæt er að skrá sig á heimasíðunni, hægra megin á forsíðunni, eða senda póst á virk@virk.is

Ársfundur Starfsendurhæfingarsjóðs

Ársfundur Starfsendurhæfingarsjóðs verður haldinn fimmtudaginn 29. apríl 2010.  Ársfundinum er skipt í tvennt, frá kl. 8:15 – 10:00 er morgunverðarfundur með faglegu efni sem er öllum opinn og frá kl. 10:30 – 12:00 hefjast formleg ársfundarstörf þar sem fulltrúar í fulltrúaráði sjóðsins fá sérstakt fundarboð.  Nánari upplýsingar um dagskrá ársfundar er að finna hér.

"Úr veikindum í vinnu"

Bæklingurinn "Úr veikindum í vinnu“  er nú kominn út á vegum VIRK. Í þessum bæklingi eru upplýsingar fyrir einstaklinga sem hafa áhyggjur af vinnugetu sinni vegna langvinnra eða tíðra veikinda. Upplýsingarnar lúta að þeirri þjónustu sem Starfsendurhæfingarsjóður veitir. Allir einstaklingar sem koma til ráðgjafa munu fá afhentan þennan bækling. Í bæklingnum er einnig fjallað um hvað hægt er að gera til að komast sem fyrst aftur til vinnu og um hlutverk ráðgjafa í starfsendurhæfingu sem aðstoða fólk við að fara aftur til vinnu eftir veikindi eða slys. Hægt er að skoða bæklinginn hér.

Kjarnasafn EUMASS

Starfsendurhæfingarsjóður tekur nú þátt í alþjóðlegri rannsókn þar sem verið er að meta ákveðna þætti sem snúa að mati á starfshæfni einstaklinga. Markmiðið með rannsókninni er að prófa kjarnasett EUMASS sem byggt er á í sérhæfðu mati  og þá með tilliti til ríkjandi menningar. EUMASS eru samtök tryggingaryfirlækna í Evrópu.

Nýir ráðgjafar

Á undanförnum vikum hafa 4 nýir ráðgjafar verið ráðnir til starfa fyrir stéttarfélög í samstarfi við VIRK:

"Nýtt tækifæri fyrir alla"

Verkefni hjá dönskum sveitarfélögum Um mitt ár 2006 var farið af stað með átaksverkefni hjá vinnumarkaðsstofnunum danskra sveitarfélaga (jobcenter) sem nefnt var „Ny chance til alle“.  Markmiðið var að virkja einstaklinga með verulega skerta starfsgetu sem höfðu í langan tíma verið utan vinnumarkaðar.  Þetta var 2 ára átaksverkefni og lauk því um mitt ár 2008.  Í þessu verkefni átti sérstaklega að bjóða innflytjendum sem ekki höfðu náð að fóta sig í dönsku samfélagi aðstoð en verkefnið náði einnig til annarra einstaklinga með skerta starfsgetu sem höfðu verið mjög lengi utan vinnumarkaðar.

Vinnum saman

VIRK hefur gefið út bæklinginn „Vinnum saman“ en í honum er fjallað um leiðir sem að stuðla að farsælli endurkomu einstaklinga til vinnu eftir veikindi eða slys. 

Hafa samband