Fara í efni

Fréttir

Fjarvistastjórnun - stefnumótun og leiðbeiningar

Veikindafjarvistir tengjast heilsu og líðan einstaklinga og þeim starfskröfum sem gerðar eru á mismunandi vinnustöðum og í mismunandi störfum.  Áhrif má hafa á tíðni og lengd fjarvista með góðu skipulagi á vinnustað, öruggu og heilsusamlegu vinnuumhverfi auk meðvitaðri stjórnun fjarvista og stuðningi við endurkomu til vinnu eftir veikindi og slys.   Algengt er að stefna og eða ferli í fjarvistastjórnun falli undir heilsustefnu, starfsmanna-  eða mannauðsstefnu fyrirtækja og stofnana.

Til vinnu á ný

Gott samstarf ráðgjafa í starfsendurhæfingu og yfirmanna hjá Orkuveitunni varð til þess að Lára Baldursdóttir komst nokkrum mánuðum fyrr til vinnu, heldur en gert var ráð fyrir samkvæmt reglum á vinnustaðnum. Hún segir það hafa skipt sköpum fyrir sig að geta byrjað í hálfu starfi eftir margra mánaða veikindaleyfi. ,,Ég fór í mikla bakaðgerð í október 2009 en þá hafði ég verið algjörlega óvinnufær í tvo til þrjá mánuði. Ég hafði um nokkurra ára skeið af og til verið slæm í baki. Þetta kom yfirleitt í köstum. Ég reyndi að þrauka eins lengi og ég gat í vinnunni og fannst eiginlega best að standa við störf mín. Ég var þó alltaf með mikla verki í þessum köstum, alveg niður í fætur, en verkjalyf virkuðu illa á mig,“ segir Lára sem starfað hefur hjá Orkuveitu Reykjavíkur í rúm 10 ár.

Nýr ráðgjafi

Nýlega var nýr ráðgjafi ráðinn til starfa fyrir stéttarfélög í Vestmannaeyjum í samstarfi við VIRK, en það er Hanna R. Björnsdóttir.  Hún er með MA í fötlunarsálfræði frá Ohio State 1994 og MA í félagsráðgjöf frá HÍ í júní 2010. Hanna hefur fjölbreytta starfsreynslu. Hún var deildarstjóri málefna fatlaðra hjá Vestmannaeyjabæ 1998-2008. Hún hafði umsjón með málefnum barna (deildarstjóri) hjá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi 1990-1997 og vann á BUGL á sumrin á meðan hún var í háskólanámi í Bandaríkjunum. Frá árinu 1997 hefur Hanna rekið, ásamt tveimur öðrum Systkinasmiðjuna en það er námskeið fyrir systkini barna með sérþarfir.

Í vinnu á ný vegna góðrar aðstoðar

,,Það slokknaði bara á öllu. Ég var eins og gangandi draugur. Aðstoðin frá Starfsendurhæfingarsjóði bjargaði mér alveg ,“ segir Sigurlaug Steinarsdóttir, ung fjögurra barna móðir, sem varð óvinnufær í kjölfar skilnaðar. Sigurlaug, sem skildi við eiginmann sinn árið 2007, þjáðist bæði af þunglyndi og kvíðaröskun. ,,Ég hafði verið þunglynd fyrir skilnaðinn en eftir hann jókst þunglyndið smátt og smátt. Ég var í rauninni ekki  í sambandi. Ég átti erfitt með að fara í vinnuna mína á hjúkrunarheimilinu  sem ég starfaði á. Helst vildi ég vera ein í vinnunni en það var náttúrlega ekki hægt í því starfi sem ég sinnti. Mér fannst í rauninni óþægilegt að vera innan um aðra.“

Nú er að taka á honum stóra sínum

Ársrit VIRK kemur út í apríl 2011. Í  ritinu er áætlað að birta fræðilega umfjöllun um starfsendurhæfingu. VIRK býður því áhugasömum aðilum  sem vilja fjalla um starfsendurhæfingu á  fræðilegum nótum að senda inn greinar til birtingar. Sérstaklega er óskað eftir greinum um starfsendurhæfingu með áherslu á vinnutengingu og/eða gagnverkandi áhrif vinnu og heilsu.                       Skiladagur greina verður 1. febrúar og útgáfa á ársfundi Starfsendurhæfingarsjóðs fyrri hluta aprílmánaðar 2011. Ársrit 2010 var prentað í 2000 eintökum og var því dreift til einstaklinga, fagaðila, stéttarfélaga, atvinnurekenda, heilbrigðistofnana og bókasafna um allt land. Vinsamlega sendið fyrirspurnir eða  hugmyndir að efni og efnistökum til ritstjóra á ingalo@virk.is . Lokafrestur er til 3. desember. Greidd verður hófleg þóknun fyrir birtar greinar.

Sérhæft matsteymi á höfuðborgarsvæðinu

Á höfuðborgarsvæðinu hefur verið starfandi sérhæft matsteymi sem nú hefur verið eflt til muna með aðkomu fleiri sérfræðinga. Fyrsti fundur þessa sérfræðinga var haldinn í Sætúni 1 í síðusta viku þar sem farið var yfir hugmyndafræði Starfsendurhæfingarsjóðs, verkfæri og verkferla tengdu sérhæfðu mati.

Fékk ómetanlega aðstoð sem skipti sköpum

,,Ég veit ekki hvernig þetta hefði endað ef ég hefði ekki notið frábærrar þjónustu Starfsendurhæfingarsjóðs. Ég var ekki bara sárkvalin vegna bakverkja, heldur leið mér einnig illa andlega vegna óvissunnar um hvenær ég gæti snúið aftur til vinnu. Um leið og ég hafði samband við ráðgjafa í starfsendurhæfingu á vegum Kennarasambands Íslands fóru hjólin að snúast. Ég fékk markvissan stuðning til þess að komast sem fyrst til starfa á ný og nú líður mér miklu betur.“ Þetta segir Ragnheiður Sumarliðadóttir leikskólakennari sem varð óvinnufær í maí síðastliðnum eftir að hafa meitt sig í baki en er nú komin í vinnu aftur. ,,Ég hef í gegnum tíðina fundið fyrir verkjum í baki af og til en í maí varð ég fyrir því óhappi að klappstóll sem ég sat á datt undan mér. Þá fór ég alveg í bakinu,“ greinir Ragnheiður frá.

Viltu koma þekkingu þinni á framfæri?

Ársfundur Starfsendurhæfingarsjóðs verður haldinn í byrjun apríl 2011. Af því tilefni  gefur sjóðurinn út ársrit sem mun innihalda ársskýrslu og annan fróðleik um starfsemi Starfsendurhæfingarsjóðs. Einnig  er áætlað að hafa fræðilega umfjöllun um starfsendurhæfingu í  ritinu. VIRK býður því áhugasömum aðilum  sem hafa áhuga og þekkingu á málaflokknum og vilja fjalla um starfsendurhæfingu á  fræðilegum nótum að senda inn greinar til birtingar. Sérstaklega er óskað eftir greinum um starfsendurhæfingu með áherslu á vinnutengingu og/eða gagnverkandi áhrif vinnu og heilsu.                       

Nýr sérfræðingur hjá VIRK

Nýr sérfræðingur hefur tekið til starfa hjá VIRK en það er Sveina Berglind Jónsdóttir sálfræðingur. Sveina Berglind er með MSc gráðu í vinnusálfræði frá University of Westminster í London og  framhaldsnám í klínískri sálfræði frá  Háskóla Íslands (starfsnám á Reykjalundi).  Hún starfaði sem sviðsstjóri á Fræðslu- og þróunarsviði hjá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi síðastliðin sjö ár.  Meðal verkefna þar voru umsjón með fræðslu starfsmanna, gæðamálum, rannsóknum og þróunarverkefnum.  Auk þess sá hún um ráðgjöf við stjórnendur og klíníska vinnu. Hún hefur einnig unnið verkefni sjálfstætt, s.s.:  eineltismál á vinnustöðum, námskeið, vinnustaðagreiningar og sálfræðiráðgjöf.

Sérhæft matsteymi á Akureyri

Hjá Starfsendurhæfingarsjóði (VIRK) hefur átt sér stað þróun á verkfærum og vinnuferlum sem hafa það að markmiði að meta getu og færni einstaklinga til að vera virkir þátttakendur á vinnumarkaði ásamt því að draga fram þau tækifæri sem eru til staðar og virkja og hvetja einstaklinga til dáða.  Hér er um að ræða svokallað starfshæfnismat.  Einn hluti starfshæfnismats er svokallað sérhæft mat þar sem fleiri sérfræðingar koma að  matinu með ítarlegri skoðun og greiningu.  Ástæður fyrir sérhæfðu mati geta verið margvíslegar en það er ráðgjafi í starfsendurhæfingu sem starfar í tengslum við VIRK sem vísar í sérhæft mat á grundvelli niðurstöðu grunnmatsins í samráði við sérfræðing hjá VIRK.

Hafa samband