28.12.2010
Fjarvistastjórnun - stefnumótun og leiðbeiningar
Veikindafjarvistir tengjast heilsu og líðan einstaklinga og þeim starfskröfum sem gerðar eru á mismunandi vinnustöðum og í mismunandi
störfum. Áhrif má hafa á tíðni og lengd fjarvista með góðu skipulagi á vinnustað, öruggu og heilsusamlegu vinnuumhverfi auk
meðvitaðri stjórnun fjarvista og stuðningi við endurkomu til vinnu eftir veikindi og slys. Algengt er að stefna og eða ferli í
fjarvistastjórnun falli undir heilsustefnu, starfsmanna- eða mannauðsstefnu fyrirtækja og stofnana.