Fara í efni

Vinnustofa um starfsendurhæfingu og forvarnir

Til baka
Hópastarf á vinnustofu um starfsendurhæfingu og forvarnir
Hópastarf á vinnustofu um starfsendurhæfingu og forvarnir

Vinnustofa um starfsendurhæfingu og forvarnir

Þriðjudaginn 8. febrúar sl. komu um 40 fulltrúar stofnaðila VIRK auk starfsmanna VIRK saman á Grand hótel Reykjavík til að ræða um og móta hugmyndir að leiðum til að efla starfsendurhæfingu á vinnumarkaði.  Fyrir hádegið var boðið upp á fyrirlestra bæði frá sérfræðingum VIRK og fulltrúum stéttarfélaga og atvinnurekenda og eftir hádegið var skipt upp í minni hópa þar sem ræddar voru hugmyndir um aðferðir til að efla starfsendurhæfingu á vinnumarkaði og uppbyggingu á þróunarverkefni í þessu samhengi til næstu 2-3 ára.

Vinnustofan heppnaðist mjög vel og fram komu margar áhugaverðar hugmyndir sem unnið verður áfram  með bæði hjá starfsmönnum og stjórn VIRK.

Hér má skoða myndir af þátttakendum vinnustofunnar:  Myndir frá vinnustofu um starfsendurhæfingu og forvarnir

 


Fréttir

05.11.2024
18.10.2024

Hafa samband