Fara í efni

Velferð í vinnunni - fræðsluátak á vegum KÍ

Til baka

Velferð í vinnunni - fræðsluátak á vegum KÍ

Í nóvember sl. stóð Kennarasambandið fyrir fræðsluátaki undir nafninu „Velferð í vinnunni“ í samstarfi við ráðgjafa VIRK.  Haldnir voru 11 fundir víðsvegar um landið í nóvember sl. fyrir skólastjóra á öllum skólastigum.  Dagskráin var eftirfarandi:

1. Vinnuumhverfi – vinnuvernd – heilsuefling
2. Veikindaréttur
3. Réttindi í Sjúkrasjóði KÍ
4. VIRK - Úr veikindum í vinnu – fjarvistastjórnun

Fræðsluna sóttu alls 212 stjórnendur og höfðu þeir tækifæri til að koma reynslu sinni og skoðunum á framfæri.  Í lok fræðslunnar var lagt fyrir matsblað og voru svör og athugasemdir þátttakenda almennt mjög jákvæðar.  Úr matsblöðum var einnig unninn listi með tillögum um hvernig KÍ getur stutt við stjórnendur í starfi.

Á vef KÍ má nálgast það efni sem farið var yfir á fundunum ásamt viðeigandi slóðum á ítarefni, sjá http://ki.is/pages/3336.

Það er ljóst að fræðsluátak sem þetta skiptir miklu máli og í kjölfar þess hafa t.d. margir skólastjórnendur haft samband við VIRK til að fá upplýsingar og leiðbeiningar til að geta staðið betur að fjarvistarstjórnun á sínum vinnustað.  Kennarar hafa einnig almennt verið vel upplýstir um þjónustu ráðgjafa VIRK í samanburði við aðra starfshópa.


Fréttir

06.06.2024
30.04.2024

Hafa samband