Fara í efni

Hvað er starfsendurhæfing?

Til baka

Hvað er starfsendurhæfing?

Mismunandi skilgreiningar hafa verið notaðar til að lýsa hugtakinu starfsendurhæfing og því ferli sem á sér stað í starfsendurhæfingu.  Sumir hafa ennfremur viljað gera greinarmun á starfsendurhæfingu annars vegar og atvinnutengdri endurhæfingu hins vegar þar sem atvinnutengd endurhæfing er talin hafa meiri skírskotun til starfs í atvinnulífinu á meðan starfsendurhæfing hefur það að markmiði að efla getu einstaklinga til að sjá um sig sjálfir óháð þátttöku á vinnumarkaði.  Þ.e. starf geti verið bæði launað starf og önnur verkefni daglegs lífs. 

Hjá Starfsendurhæfingarsjóði hefur ekki verið gerður greinarmunur á þessum tveimur hugtökum og við notum orðið starfsendurhæfing um okkar starf en leggjum hins vegar áherslu á að okkar starfsendurhæfingarþjónusta miðar fyrst og fremst að því að auka getu einstaklinga til að takast á við launað starf á vinnumarkaði.  Við höfum því ákveðið að skilgreina starfsendurhæfingu á eftirfarandi hátt og byggjum þar m.a. á skilgreiningu WHO frá árinu 2010:

„Starfsendurhæfing er ferli sem felur í sér stuðning við einstaklinga með skerta starfsgetu í kjölfar veikinda eða slysa í þeim tilgangi að auka starfshæfni, viðhalda henni og stuðla að endurkomu til vinnu. Í starfsendurhæfingu er unnið með styrkleika einstaklingsins samhliða því að lögð er áhersla á að draga úr áhrifum hindrana sem skerða starfsgetu“. 

Í starfi VIRK er lögð rík áhersla á stuðning við endurkomu til vinnu í samstarfi við vinnumarkaðinn en til þess að gera það mögulegt þarf oft að vinna sérstaklega með styrkleika einstaklinga og draga úr þeim hindrunum sem eru til staðar.



Fréttir

05.11.2024
18.10.2024

Hafa samband