04.12.2009
Á síðustu 10 árum hefur einstaklingum sem ekki taka þátt á vinnumarkaði vegna skertrar starfsgetu fjölgað mikið.
Fjöldi örorkulífeyrisþega er um 15.000 og hefur fjölgað um ríflega 6000 manns á síðustu 10 árum. Kostnaður samfélagsins
vegna þessa nemur tugum milljarða króna á ári auk þess sem lífsgæði hjá viðkomandi einstaklingum og fjölskyldum þeirra eru
skert.
Kostnaður á vinnumarkaði vegna veikinda og slysa nemur að auki milljörðum króna á ári en draga má verulega úr þessum
kostnaði með stjórnun og fyrirbyggjandi aðgerðum. Til viðbótar þessu námu greiðslur TR vegna örorkulífeyris 17,2
milljörðum króna á árinu 2008 og lífeyrissjóðanna um 8,4 milljarða, sem er um 17% af heildargreiðslum þeirra til
lífeyrisþega. Það er því hagsmunamál einstaklinga, atvinnurekenda og samfélagsins í heild að snúa þessari
þróun við. Rannsóknir hafa sýnt að öflug starfsendurhæfing skilar verulegum ávinningi – bæði fjárhagslegum og ekki
síst í betri lífsgæðum þátttakenda.
Þörf á markvissari vinnubrögðum......