Atvinnutenging í starfsendurhæfingu
Til baka
05.01.2010
Atvinnutenging í starfsendurhæfingu
Atvinnutenging er mikilvægur þáttur þegar árangur í starfsendurhæfingu er skoðaður. Það sem þar skiptir máli er
sveigjanleiki, skilningur og stuðningur atvinnurekanda. Aðrir þættir tengjast oft félagslegu umhverfi svo sem stuðningi frá fjölskyldu og vinum.
Fyrir ákveðinn hóp sem býr við skerta starfsgetu vegna slysa, veikinda eða fötlunar getur atvinnutengingin falist í að skapa sér atvinnutækifæri í eigin rekstri, sem býður þá upp á þann sveigjanleika og áhugatengingu sem starfsgeta viðkomandi leyfir.
Um árabil hefur þeim sem eru í áhættu að missa vinnu sína og atvinnulausum í Svíþjóð, verið boðið upp á styrk til að hefja eigin atvinnurekstur. Styrkupphæð er sú sama og viðkomndi fengi í atvinnuleysisbætur og er hann almennt veittur til sex mánaða, en styrkinn er þó hægt að veita í eitt ár. Ætlað er að um 50% nýrra örfyrirtækja syðst í Svíþjóð hafi orðið til fyrir tilstilli svona styrkja.
Ríflega tíu þúsund manns í Svíþjóð hafa árlega fengið styrki sem þessa og af þeim hópi hafa um það bil 10 % búið við skerta starfsgetu. Þessir, um það bil þúsund einstaklingar, hafa talið að eigin atvinnurekstur sé vænlegri leið fyrir þá að takast á við atvinnu með skerta starfsgetu en að vera í starfi hjá öðrum.
Stig Larsson prófessor við háskólann í Lundi kannað samsetningu og árangur þessa hóps og bar saman við þá sem fengu styrkinn vegna atvinnuleysis, en voru með fulla starfsgetu. Niðurstöðurnar voru áhugaverðar. Konur voru í meirihluta í hópnum eða 51%, innflytjendur voru hærra hlutfall en í almennu þýði, meðalaldur í þessum hóp var 43 ár og var hærri en í samanburðarhópnum, og tveggja ára árangur í rekstri var jafngóður og í samanburðarhópnum. Hinsvegar var 100% starfshlutfall í eigin fyrirtæki tveimur árum síðar sjaldgæfara í þessum hópi en samanburðarhópnum.
Ályktanir rannsakenda af niðurstöðum rannsóknarinnar voru þær að atvinnutengd starfsendurhæfing ætti ekki að takmarkast við vinnu hjá öðrum, ef fólk hefur raunhæfan áhuga á að búa sér til atvinnutækifæri sjálft. Stofnun fyrirtækis getur verið vænlegur kostur fyrir fólk með skerta starfsgetu, en að það sé ekki auðveld leið. Spurningin er bara sú hvaða stuðning þessir einstaklilngar þurfa umfram þá sem stefna á vinnu hjá öðrum. Hér á landi hefur Nýsköpunarmiðstöð verið með umfangsmikinn stuðning við fólk sem hefur áhuga á að stofna eigin rekstur og spurning hvernig má virkja hana fyrir þennan hóp. (Byggt á grein í International Journal of Disability Research. Vol. 1 No. 1 2006 eftir Stig Larsson)
Fyrir ákveðinn hóp sem býr við skerta starfsgetu vegna slysa, veikinda eða fötlunar getur atvinnutengingin falist í að skapa sér atvinnutækifæri í eigin rekstri, sem býður þá upp á þann sveigjanleika og áhugatengingu sem starfsgeta viðkomandi leyfir.
Um árabil hefur þeim sem eru í áhættu að missa vinnu sína og atvinnulausum í Svíþjóð, verið boðið upp á styrk til að hefja eigin atvinnurekstur. Styrkupphæð er sú sama og viðkomndi fengi í atvinnuleysisbætur og er hann almennt veittur til sex mánaða, en styrkinn er þó hægt að veita í eitt ár. Ætlað er að um 50% nýrra örfyrirtækja syðst í Svíþjóð hafi orðið til fyrir tilstilli svona styrkja.
Ríflega tíu þúsund manns í Svíþjóð hafa árlega fengið styrki sem þessa og af þeim hópi hafa um það bil 10 % búið við skerta starfsgetu. Þessir, um það bil þúsund einstaklingar, hafa talið að eigin atvinnurekstur sé vænlegri leið fyrir þá að takast á við atvinnu með skerta starfsgetu en að vera í starfi hjá öðrum.
Stig Larsson prófessor við háskólann í Lundi kannað samsetningu og árangur þessa hóps og bar saman við þá sem fengu styrkinn vegna atvinnuleysis, en voru með fulla starfsgetu. Niðurstöðurnar voru áhugaverðar. Konur voru í meirihluta í hópnum eða 51%, innflytjendur voru hærra hlutfall en í almennu þýði, meðalaldur í þessum hóp var 43 ár og var hærri en í samanburðarhópnum, og tveggja ára árangur í rekstri var jafngóður og í samanburðarhópnum. Hinsvegar var 100% starfshlutfall í eigin fyrirtæki tveimur árum síðar sjaldgæfara í þessum hópi en samanburðarhópnum.
Ályktanir rannsakenda af niðurstöðum rannsóknarinnar voru þær að atvinnutengd starfsendurhæfing ætti ekki að takmarkast við vinnu hjá öðrum, ef fólk hefur raunhæfan áhuga á að búa sér til atvinnutækifæri sjálft. Stofnun fyrirtækis getur verið vænlegur kostur fyrir fólk með skerta starfsgetu, en að það sé ekki auðveld leið. Spurningin er bara sú hvaða stuðning þessir einstaklilngar þurfa umfram þá sem stefna á vinnu hjá öðrum. Hér á landi hefur Nýsköpunarmiðstöð verið með umfangsmikinn stuðning við fólk sem hefur áhuga á að stofna eigin rekstur og spurning hvernig má virkja hana fyrir þennan hóp. (Byggt á grein í International Journal of Disability Research. Vol. 1 No. 1 2006 eftir Stig Larsson)