Fara í efni

Rýnihópur um verkfæri í grunnmati

Til baka
Fundur rýnihóps
Fundur rýnihóps

Rýnihópur um verkfæri í grunnmati

Það hafa nú farið um 400 manns í gegnum grunnmat hjá ráðgjöfum í starfsendurhæfingu. Vegna þeirrar reynslu sem komin er var ákveðið að fara af stað með rýnihóp í þeim tilgangi að betrumbæta þau verkfæri sem lögð eru til grundvallar í grunnmati.  Það þótti mikilvægt að fá á sama tíma sjónarmið sem flestra inn í þessa vinnu og var því leitast eftirsamstarfi  við opinbera aðila. Verkefnisstjóri þessa verkefnis er Ása Dóra Konráðsdóttir, sérfræðingur VIRK.
Í þessum hópi eiga annarsvegar sæti fimm ráðgjafar í starfsendurhæfingu sem starfa í samvinnu við VIRK og hafa víðtæka þekkingu og reynslu á þessu sviði.  Þessir ráðgjafar eru:

  • Margrét Gunnarsdóttir BS Sjúkraþjálfun, MS í viðtalsmeðferð
  • Karen Björnsdóttir B.ed Kennaramenntun, MA Náms- og starfsráðgjöf,
  • Soffía Erla Einarsdóttir BA í sálfræði, MA í mannauðsstjórnun,
  • Kristín Waage BA Félagsfræði, Diploma í mannauðsstjórnun
  • Sigrún Sigurðardóttir BA Uppeldis- og menntunarfræði,Kennslufræði,Námsráðgjöf

Hinsvegar er um að ræða samstarf við opinbera aðila í þeim tilgangi að fá fram sem flest sjónarmið á þá vinnuferla sem Starfsendurhæfingarsjóður starfar eftir.  Þær stofnanir sem koma að þessari vinnu eru Tryggingastofnun ríkisins og Vinnumálastofnun. Einnig situr í þessum hópi forstöðumaður Örva og formaður Hlutverks – samtök um vinnu og verkþjálfun.
Þessir einstaklingar eru:

  • Svala Björgvinsdóttir félagsráðgjafi TR
  • Auðbjörg Ingvarsdóttir félagsráðgjafi TR
  • Kristján Valdimarsson forstöðumaður Örva starfsþjálfunar og formaður Hlutverks- samtaka um vinnu-og verkþjálfunar
  • Þórdís Guðmundsdóttir ráðgjafi  Vinnumálastofnun
  • Guðlaug H. Pétursdóttir ráðgjafi  Vinnumálastofnun

Sú aðferðarfræði sem lagt er upp með og Starfsendurhæfingarsjóður starfar eftir er í takt við þær hugmyndir sem settar hafa verið fram í drögum að nýju starfshæfnismati og má finna skýrslu þess efnis á vef félagsmálaráðuneytisins.


Fréttir

05.11.2024
18.10.2024

Hafa samband