Fræðslu og þróunarfundur sérfræðinga í sérhæfðu mati
Til baka
08.03.2011
Fræðslu og þróunarfundur sérfræðinga í sérhæfðu mati
Hjá Starfsendurhæfingarsjóði hefur átt sér stað þróun á verkfærum og vinnuferlum sem hafa það að markmiði að
meta getu og færni einstaklinga til að vera virkir þátttakendur á vinnumarkaði ásamt því að draga fram þau tækifæri sem eru
til staðar og virkja og hvetja einstaklinga til dáða. Hér er um að ræða svokallað starfhæfnismat. Ýmsar rannsóknir og
prófanir hafa nú þegar verið gerðar á matinu og stefnt er að því að halda þeim áfram í samstarfi við
sérfræðinga bæði hérlendis og erlendis.
Sérfræðingum í sérhæfðu matsteymi hefur fjölgað og nú eru starfandi slík teymi bæði á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Stefnt er að því að byggja upp slík teymi á fleiri stöðum og er nú í bígerð að byggja slíkt teymi á Austurlandi.
Sérfræðingar í sérhæfðum matsteymum hittust 19. Febrúar síðastliðinn þar sem sérfræðingar VIRK fóru í gegnum nauðsynlega fræðslu vegna sérhæfðs mats. Einnig var sérfræðingunum skipt upp í hópa þar sem markmiðið var að vinna að áframhaldandi þróun matsins.
Sérfræðingum í sérhæfðu matsteymi hefur fjölgað og nú eru starfandi slík teymi bæði á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Stefnt er að því að byggja upp slík teymi á fleiri stöðum og er nú í bígerð að byggja slíkt teymi á Austurlandi.
Sérfræðingar í sérhæfðum matsteymum hittust 19. Febrúar síðastliðinn þar sem sérfræðingar VIRK fóru í gegnum nauðsynlega fræðslu vegna sérhæfðs mats. Einnig var sérfræðingunum skipt upp í hópa þar sem markmiðið var að vinna að áframhaldandi þróun matsins.