Alþjóðlegt samstarf um aukna þekkingu á sviði starfsendurhæfingar
Til baka
09.08.2010
Alþjóðlegt samstarf um aukna þekkingu á sviði starfsendurhæfingar
Starfsendurhæfingarsjóður hefur undirritað samstarfssamning við National Institute of Disability Management and Research (http://www.nidmar.ca/ ) í Kanada.
NIDMAR var stofnað árið 1994 og er í dag þekkt á alþjóðavettvangi sem frumkvöðull í hugmyndafræði um vinnutengda endurhæfingu sem hefur sýnt sig í rannsóknum að vera ein árangursríkasta aðferðin við að endurhæfa fólk til starfa og viðhalda starfsgetu þess og minnka þannig félagslegan, persónulegan og efnahagslegan kostnað vegna skertrar starfsgetu.
Samningurinn kveður meðal annars á um aðgang að sérhæfðu námsefni fyrir ráðgjafa í starfsendurhæfingu sem byggir á 25 námslotum. Námsefni ð verður notað bæði óbreytt og aðlagað að íslenskum aðstæðum eftir atvikum ásamt íslensku efni.
Ráðgjafar í starfsendurhæfingu á vegum stéttarfélaganna sækja mánaðarlega símenntun og fræðslu til VIRK og næsta vetur verður þeim boðið upp á þetta frábæra námsefni að auki. Það er meðal annars hugsað til að styðja við hugmyndafræði VIRK, gera ráðgjöfunum kleift að sinna starfi sínu betur og enn fremur til að undirbúa þá sem það vilja undir alþjóðlega viðurkenningu á sviði starfsendurhæfingar, en hún byggir á niðurstöðu úr stöðluðum prófum sem þreytt eru árlega í þeim löndum sem bjóða upp á námsefnið.
Námsefnið er í dag í boði í fjöldamörgum löndum auk Kanada og hefur námið allasstaðar aukið hæfni og getu ráðgjafanna til að takast á við krefjandi verkefni og ná betri árangri. Boðið er upp á þetta námsefni m.a.í Bretlandi, Írlandi, Hollandi, Belgíu, Luxemborg, Þýskalandi, Ástralíu, Nýja Sjálandi og Hong Kong.
NIDMAR hefur vegna þekkingar og reynslu sinnar á sviði Starfsendurhæfingar fengið leyfi og styrk frá Kanadastjórn til að byggja upp Háskóla í Bresku Kólumbíu sem sérhæfir sig í rannsóknum og kennslu á sviði starfsmanna heilsuverndar, starfsendurhæfingar , vinnuverndar og öryggismála.
Byggingum við hinn nýja háskóla Pacific Coast University verður lokið í desember 2010.
NIDMAR var stofnað árið 1994 og er í dag þekkt á alþjóðavettvangi sem frumkvöðull í hugmyndafræði um vinnutengda endurhæfingu sem hefur sýnt sig í rannsóknum að vera ein árangursríkasta aðferðin við að endurhæfa fólk til starfa og viðhalda starfsgetu þess og minnka þannig félagslegan, persónulegan og efnahagslegan kostnað vegna skertrar starfsgetu.
Samningurinn kveður meðal annars á um aðgang að sérhæfðu námsefni fyrir ráðgjafa í starfsendurhæfingu sem byggir á 25 námslotum. Námsefni ð verður notað bæði óbreytt og aðlagað að íslenskum aðstæðum eftir atvikum ásamt íslensku efni.
Ráðgjafar í starfsendurhæfingu á vegum stéttarfélaganna sækja mánaðarlega símenntun og fræðslu til VIRK og næsta vetur verður þeim boðið upp á þetta frábæra námsefni að auki. Það er meðal annars hugsað til að styðja við hugmyndafræði VIRK, gera ráðgjöfunum kleift að sinna starfi sínu betur og enn fremur til að undirbúa þá sem það vilja undir alþjóðlega viðurkenningu á sviði starfsendurhæfingar, en hún byggir á niðurstöðu úr stöðluðum prófum sem þreytt eru árlega í þeim löndum sem bjóða upp á námsefnið.
Námsefnið er í dag í boði í fjöldamörgum löndum auk Kanada og hefur námið allasstaðar aukið hæfni og getu ráðgjafanna til að takast á við krefjandi verkefni og ná betri árangri. Boðið er upp á þetta námsefni m.a.í Bretlandi, Írlandi, Hollandi, Belgíu, Luxemborg, Þýskalandi, Ástralíu, Nýja Sjálandi og Hong Kong.
NIDMAR hefur vegna þekkingar og reynslu sinnar á sviði Starfsendurhæfingar fengið leyfi og styrk frá Kanadastjórn til að byggja upp Háskóla í Bresku Kólumbíu sem sérhæfir sig í rannsóknum og kennslu á sviði starfsmanna heilsuverndar, starfsendurhæfingar , vinnuverndar og öryggismála.
Byggingum við hinn nýja háskóla Pacific Coast University verður lokið í desember 2010.