Fara í efni

Að byggja brú milli starfsendurhæfingar og atvinnulífs

Til baka
Frá málþinginu á Hótel Ísafirði
Frá málþinginu á Hótel Ísafirði

Að byggja brú milli starfsendurhæfingar og atvinnulífs

Föstudaginn 27. maí sl.var haldið málþingið „Að byggja brú milli starfsendurhæfingar og atvinnulífs“ á Hótel Ísafirði.  Aðal tilgangur málþingsins var að ræða og koma fram með hugmyndir að auknu samstarfi milli starfsendurhæfingaraðila og atvinnulífs á svæðinu. Á þessu málþingi  komu saman um 20 fulltrúar frá atvinnurekendum, stéttarfélögum á Vestfjörðum, Vinnumálastofnun, Starfsendurhæfingu Vestfjarða  auk starfsmanna VIRK-Starfsendurhæfingarsjóðs til að ræða um nauðsynleg tengsl starfsendurhæfingar og atvinnulífs. 

Boðið var  upp á fyrirlestra frá sérfræðingi VIRK, fulltrúum stéttarfélaga, ráðgjafa í starfsendurhæfingu hjá stéttarfélögum, forstöðumönnum Starfsendurhæfingar og Vinnumálastofnunar á svæðinu. Í lok málþingsins sögðu þrír atvinnurekendur á svæðinu frá þeirra sýn og upplifun á starfsendurhæfingu á vinnumarkaði og fóru yfir reynslu sína af samstarfi við ráðgjafa í starfsendurhæfingu sem starfar fyrir stéttarfélögin á Vestfjörðum.

Málþingið heppnaðist vel og fram komu margar áhugaverðar hugmyndir sem unnið verður áfram  með bæði hjá starfsendurhæfingaraðilum og atvinnurekendum.  Þessar hugmyndir verða notaðar í áframhaldandi samstarf um að auka möguleika og tengingar út á vinnumarkaðinn fyrir þá einstaklinga sem hafa þörf fyrir að prófa starfsgetu sína eftir veikindi eða slys.


Fréttir

05.11.2024
18.10.2024

Hafa samband