Fræðsludagar ráðgjafa VIRK
Fræðsludagar ráðgjafa VIRK
Fyrstu fræðsludagar haustsins hjá ráðgjöfum VIRK í starfsendurhæfingu voru haldnir 11-12. september síðastliðinn í Reykjavík.
Á dagskrá var m.a. fræðsla um andleg veikindi sem mikilvægt er fyrir ráðgjafa í starfsendurhæfingu að hafa góða innsýn í í sínu starfi. Til leiks voru fengnir mjög færir sérfræðingar á þessu sviði og má þar nefna Valgerði Baldursdóttir yfirlækni geðsviðs Reykjalundar og Héðinn Unnsteinsson sérfræðing í stefnumótun hjá Forsætisráðuneytinu.
Fræðslan er hluti af sérhæfðu námsefni fyrir ráðgjafa í starfsendurhæfingu. Um er að ræða nám í 25 lotum sem VIRK gerði samstarfssamning um við NIDMAR (National Institute of Disability Management and Research ). Einnig var á dagskrá verklag og þróun VIRK í nútíð og framtíð.
Fræðsludagar ráðgjafa VIRK eru einu sinni í mánuði í 1-2 daga. Þeir eru bæði nýttir til að samhæfa vinnuferla og verklag og miðla verðmætri reynslu og þekkingu á sviði starfsendurhæfingar.
Notast er bæði við innlent og erlent fræðsluefni m.a. frá National Institute of Disability Management and Research (NIDMAR). Einnig er leitast við að fá fagfólk hér á landi til að koma og miðla sinni þekkingu og reynslu til ráðgjafa á mikilvægum sviðum starfsendurhæfingar.