Rannsóknir benda almennt til þess að snemmtækt inngrip, kortlagning á viðvarandi einkennum, fræðsla og einstaklingsmiðuð starfsendurhæfing geti skipt sköpum þegar kemur að farsælli endurkomu á vinnumarkað.
Meginstefið er að það hentar ekki öllum það sama, við þurfum mögulega að prófa okkur áfram og þess vegna er lýsing Sölva á því sem við getum nýtt okkur á leið til betri heilsu fjölbreytt.
Skapa þarf rými á vinnustaðnum fyrir einstaklinga með mismunandi starfsgetu og í því tilfelli er mikilvægt að auka þekkingu og breyta viðhorfum stjórnenda og starfsmanna.
Rannsóknir hafa sýnt að starfsmenn sem skynja að komið sé fram við þá af óréttlæti á vinnustað eru líklegri en aðrir til að upplifa álag auk þess sem andleg heilsa þeirra mælist verr.
„Heilsa er getan til að aðlagast og stjórna ferðinni þegar við mætum líkamlegum, andlegum og félagslegum áskorunum í lífinu." segir Machteld Huber m.a. í viðtali við ársrit VIRK.