Klúbburinn Geysir er þannig að þegar maður kemur og er ekki alveg til í að gera eitthvað þá er maður alltaf hvattur til þess að gera eitthvað, taka þátt. Og ef einhver treystir sér ekki þá gerum við það saman.
„Það kom reglu á líf mitt að fara að vinna hjá Bakarameistaranum, fara í skóla og stunda reglubundna hreyfingu. Allt þetta hefur komið lífi mínu í ákveðið form sem mér líkar vel.“
„Ef ég ætti að gera upp samstarfið við VIRK í stuttu máli þá er hægt að draga það saman í eina setningu – ég væri ekki ofan jarðar ef ég hefði ekki notið aðstoðar VIRK.“