„Ef ég ætti að gera upp samstarfið við VIRK í stuttu máli þá er hægt að draga það saman í eina setningu – ég væri ekki ofan jarðar ef ég hefði ekki notið aðstoðar VIRK.“
Elísabet Inga þurfti að hverfa frá vinnumarkaði vegna margvíslegs heilsuvanda. Hún náði góðum árangri í starfsendurhæfingu sinni og snéri aftur inn á vinnumarkaðinn sem sundlaugarvörður í lauginni þar sem hún stundaði áður sundleikfimi.