Samfélagsskýrsla ársins – Ársrit VIRK tilnefnt
Samfélagsskýrsla ársins – Ársrit VIRK tilnefnt
Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð, veitti nýverið í fyrsta sinn viðurkenningu fyrir samfélagsskýrslu ársins og hlaut Landsbankinn viðurkenninguna. Ársrit VIRK 2018 var ein af 16 samfélagsskýrslum sem tilenefndar voru í ár.
Viðurkenninguna hlýtur í hvert sinn fyrirtæki eða stofnun sem birtir upplýsingar um samfélagsábyrgð sína með markvissum, vönduðum og nútímalegum hætti í skýrslum sem geta verið í formi vefsíðna, rafrænna skjala eða með annarri framsetningu sem hentar þeim sem áhuga hafa, s.s. fjárfestum, viðskiptavinum, samstarfsaðilum, yfirvöldum og/eða almenningi.
Með viðurkenningunni vilja Festa, Stjórnvísi og Viðskiptaráð hvetja fyrirtæki til að setja sér mælanleg markmið og birta opinberlega og reglulega með vönduðum hætti upplýsingar um hvernig samfélagsábyrgð og sjálfbærni í rekstri fyrirtækja kemur þeim og samfélaginu að gagni.