VIRK atvinnutenging
VIRK atvinnutenging
VIRK Atvinnutenging er samstarf VIRK við fyrirtæki og stofnanir um ráðningar á einstaklingum sem eru að ljúka starfsendurhæfingu. VIRK aðstoðar einstaklinginn, en ekki síður vinnustaðinn, við aðlögun að endurkomu til vinnu, tengir saman einstaklinga við fyrirtæki eða stofnanir út frá óskum beggja aðila.
Grundvöllurinn er gott samstarf og að tekið sé tillit til og sýndur skilningur á mismunandi þörfum og menningu hvers fyrirtækis/stofnunar og því er efling samstarfs VIRK við fyrirtæki og stofnanir um allt land mjög mikilvægur þáttur í verkefninu.
Í þessu skyni hafa atvinnulífstenglar VIRK heimsótt fyrirtæki og stofnanir til að leita eftir samstarfi og hafa rúmlega 100 fyrirtæki og stofnanir skrifað undir samstarfssamning við VIRK.
Atvinnulifstenglar VIRK
- veita fyrirtækjumog einstaklingum fræðslu og stuðning í upphafi starfs.
- gera vinnuáætlun í samráði við fyrirtæki eða stofnanir um fyrstu vikur í starfi.
- fylgja einstaklingum eftir, aðstoða við að yfirstíga hindranir og leysa úr málum.
Fyrirtæki og stofnanir geta skrá sig á verumvirk.is og atvinnulífstenglar frá VIRK hafa samband í framhaldinu.
Sjá nánar um VIRK Atvinnutenging hér.