VelVIRK, rannsókn á brottfalli af vinnumarkaði, streitustiginn, náttúrukort og heilsueflandi vinnustaðir ber m.a. á góma í fróðlegu viðtali við VelVIRK teymið.
„Því fyrr sem einstaklingar reyna endurkomu til vinnu eftir veikindi eða slys, því líklegra er að þeir komist aftur út á vinnumarkaðinn og því er mikilvægt að gefa einstaklingum tækifæri til að komast í vinnu við hæfi snemma í starfsendurhæfingarferlinu.“
„Það er enginn einn sem finnur lausnina heldur næst árangurinn fyrst og fremst í samstarfinu þar sem framlag allra er mikilvægt og mikilvægast af öllu er að hlusta á einstaklinginn, hvetja hann og styðja til aukinnar getu og sjálfshjálpar.“
„Ég þurfti að læra að endurhlaða „batteríin“ með hvíld og hreyfingu bara helst á hverjum degi. Ég þurfti að læra að gera ráð fyrir tíma til þess í daglega lífinu, í stað þess að taka vinnuskorpur og stoppa ekki fyrr en öll orkan væri löngu búin og ekkert eftir nema geðvonskan.“