Fara í efni

Er brjálað að gera?

Til baka
Streitustigann má finna á velvirk.is
Streitustigann má finna á velvirk.is

Er brjálað að gera?

Í kjölfar ákvörðunar stjórnar VIRK á síðasta ári þess efnis að að auka skyldi áherslu á forvarnir í starfseminni var VelVIRK forvarnarverkefninu ýtt af stokkunum undir lok ársins. Forvarnarverkefnið hefur það að markmiði að vinna gegn brottfalli af vinnumarkaði vegna heilsubrests, einkum og sér í lagi vegna álagstengdra einkenna. 

VelVIRK teymið, þær Ingibjörg Loftsdóttir, Líney Árnadóttir og María Ammendrup, sem halda utan þetta margþætta og umfangsmikla verkefni, voru til viðtals í ársriti VIRK 2019. 

VelVIRK grundvallast á þríþættri nálgun; horft er til einstaklingsins - til þess sem hvert okkar þarf að huga að, til vinnustaðanna - stuðnings við fyrirtæki, stofnanir og stjórnendur og til samfélagsins í heild - umræðunnar og andans í samfélaginu.

Verkefnið samanstendur af fjórum þáttum. Vitundarvakningunni Er brjálað að gera? sem vekja á fólk til umhugsunar á gamansaman hátt um mikilvæg hluti eins og t.d. samskipti á vinnustað, áreitið í samfélaginu og mikilvægi jafnvægis á milli vinnu og einkalífs. Annar þáttur verkefnisins er umfangsmikil rannsókn á ástæðum brottfalls af vinnumarkað sem unnin er í samvinnu við Embætti landlæknis og Vinnueftirlitið og sá þriðji gengur út á heilsueflandi vinnustaði sem er einnig samstarfsverkefni fyrrtaldra stofnana. Fjórði þáttur VelVIRK er vefsíðan velvirk.is þar sem finna má upplýsingar og gagnleg ráð í forvarnarskyni, um jafnvægi og vellíðan í lífi og starfi. 

María, Ingibjörg og Líney.

Á velvirk.is er einnig leitast við að styðja við bakið á stjórnendum og leiðtogum á vinnustöðum, þar má m.a. finna fræðslu um góða stjórnunarhætti og ýmis verkfæri sem stjórnendur geta nýtt sér. Einnig er þó nokkuð af upplýsingum sem snúa að vellíðan og hvernig hægt sé að halda streitu í skefjum eins og t.d. náttúrúkortið, streitustiginn og ráð til þess að draga úr notkum snjallsíma svo eitthvað sé nefnt.

„Við viljum algerlega forðast sjúkdómsvæðingu, erum ekki að hræða fólk á vefsíðunni með því hvað gæti gerst ef það er ekki að borða rétt eða hreyfa sig, heldur hvetja það til þess að taka þau skref sem það treystir sér til," segja Ingibjörg, Líney og María.

Viðbrögð einstaklinga og stjórnenda hafi verið mjög góð og að mikill áhugi sé á forvarnarverkefninu. Kominn sé biðlisti fyrirtækja og stofnana sem vilja vera með í fyrsta hópnum í heilsueflandi vinnustöðum. Velvirk.is fari vaxandi jafnt og þétt að efni og lögð er áhersla á að bæði starfsmenn og stjórnendur á vinnustöðum geti fundið þar efni til að styðja við vellíðan á vinnustaðnum.

Sjá viðtalið í heild sinni hér.


Fréttir

05.11.2024
18.10.2024

Hafa samband