Fara í efni

Fréttir

Auglýst eftir efni í ársrit VIRK

Ársrit VIRK verður venju samkvæmt gefið út á ársfundi VIRK sem haldinn verður í aprílmánuði. Þema ársritsins 2023 er endurkoma til vinnu.

Styrkir VIRK 2023

Auglýst er eftir umsóknum um styrki til verkefna sem auka fjölbreytni og framboð úrræða í starfsendurhæfingu og styrki til rannsókna sem stuðla að uppbyggingu og auka við almenna þekkingu á starfsendurhæfingu á Íslandi. Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2023.

Velvirk í starfi

Ný þjónusta forvarnasviðs VIRK sem miðar að því að efla starfsfólk og stjórnendur í starfi.

Heilsueflandi vinnustaður

Vinna er góð fyrir andlega og líkamlega heilsu en neikvætt vinnuumhverfi getur leitt til líkamlegs og andlegs heilsufarsvanda og jafnvel brotthvarfs af vinnumarkaði.

Styrkjum VIRK úthlutað

VIRK veitir einu sinni á ári styrki til virkniúrræða, rannsóknarverkefna og uppbyggingar- og þróunarverkefna. 14 aðilar hlutu styrki að þessu sinni og heildarupphæð styrkja nam tæplega 29 milljónum króna.

Mannauðsmál – Jafnrétti er ákvörðun

Vorið 2018 hlaut VIRK fyrstu jafnlaunavottun ÍST 85:2012 og voru þar með brautryðjendur í að öðlast þá vottun hjá fyritæki af okkare stærðargráðu. Nú höfum við farið í gegnum fjórar vottanir frá þeim tíma og þann 15. febrúar sl. fór fram viðhaldsúttekt sem skilaði okkur afar góðri niður stöðu.

Hafa samband