Auglýst er eftir umsóknum um styrki til verkefna sem auka fjölbreytni og framboð úrræða í starfsendurhæfingu og styrki til rannsókna sem stuðla að uppbyggingu og auka við almenna þekkingu á starfsendurhæfingu á Íslandi. Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2023.
VIRK átti í samstarfi við fjölda fagaðila vegna úrræða á árinu 2021. Kostnaður vegna kaupa á úrræðum jókst lítillega og nam 1639 milljónum króna sem fylgt hefur fjölgun einstaklinga í þjónustu hjá VIRK.
Vinna er góð fyrir andlega og líkamlega heilsu en neikvætt vinnuumhverfi getur leitt til líkamlegs og andlegs heilsufarsvanda og jafnvel brotthvarfs af vinnumarkaði.
VIRK veitir einu sinni á ári styrki til virkniúrræða, rannsóknarverkefna og uppbyggingar- og þróunarverkefna. 14 aðilar hlutu styrki að þessu sinni og heildarupphæð styrkja nam tæplega 29 milljónum króna.
Vorið 2018 hlaut VIRK fyrstu jafnlaunavottun ÍST 85:2012 og voru þar með brautryðjendur í að öðlast þá vottun hjá fyritæki af okkare stærðargráðu. Nú höfum við farið í gegnum fjórar vottanir frá þeim tíma og þann 15. febrúar sl. fór fram viðhaldsúttekt sem skilaði okkur afar góðri niður stöðu.