01.06.2021
Atvinnuþátttaka stuðlar að heilbrigðu samfélagi
Atvinnuþátttaka eflir samfélagið, stuðlar að verðmætasköpun og eykur lífsgæði, það vilja allir vera þátttakendur í samfélaginu. Hafa hlutverk, finna að okkar sé þörf, tilheyra hópi og leggja okkar af mörkum. Öll viljum við reyna á okkur, setja okkur markmið, finna styrkleika okkar og glíma við hæfileg verkefni.