Mikilvægt er að stjórnendur þekki einkenni streitu og hvernig streita þróast. Streitustiginn er verkfæri sem finna má á velvirk.is sem vinnustaðir geta nýtt sér. Á Streitustiganum getur fólk mátað líðan sína miðað við eftirfarandi stig: Svalur – Volgur – Logandi – Bráðnaður - Brunnin.
Sett hefur verið fram ný rannsóknastefna VIRK og verklag um rannsóknasamstarf. Leitast verður eftir rannsóknarsamstarfi við öflugt vísindafólk á vettvangi starfsendurhæfingar og sérstök áhersla lögð á samstarf við nemendur á meistara- og doktorsnámsstigi og leiðbeinendur þeirra.
VIRK leggur áherslu á að skapa fjölbreytt tækifæri fyrir einstaklinga í þjónustu og styðja þá til endurkomu inn á vinnumarkaðinn. Á hverju ári útskrifast fjöldi einstaklinga úr starfsendurhæfingu frá VIRK og er tæplega 80% þeirra virk á vinnumarkaði við útskrift; fer í vinnu, nám eða virka atvinnuleit.
Frá því að VIRK hóf starfsemi fyrir um 12 árum hafa þúsundir einstaklinga nýtt sér þjónustuna og náð að koma sér aftur inn á vinnumarkaðinn. Starfsemi VIRK hefur því gríðarlega þýðingu fyrir samfélagið, einstaklinga og fyrirtækin í landinu. Mikilvægt er að hjálpa og fjárfesta í fólki.