Fara í efni

Það má ekkert lengur

Til baka

Það má ekkert lengur

Samkvæmt nýlegri rannsókn Háskóla Íslands hefur þriðja hver kona á Íslandi orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi í vinnunni. Sláandi niðurstöður - en koma því miður fáum á óvart sem til þekkja og kynnt hafa sér málið.

Ljóst er að breyting þarf að verða á vinnustaðamenningu hér á landi og senda þarf skýr skilaboð til fyrirtækja og starfsfólks um að einelti, áreitni og ofbeldi verði ekki liðið. Enginn á að þurfa að sætta sig við óviðeigandi hegðun á vinnustað á borð við einelti, kynferðislega áreitni eða kynbundið áreiti eða annað ofbeldi (EKKO).

Í þessu skyni stendur VIRK fyrir vitundarvakningu um kynferðislega áreitni á vinnustöðum nú á haustdögum í samstarfi við auglýsingastofuna Hvíta húsið.

Hryggjarstykki vitundarvakningarinnar eru auglýsingar sem hafa það að markmiði að beina sjónum að þessu þjóðfélagsmeini, vekja upp umræðu og vísa fólki inn á gagnlegt efni og upplýsingar á velvirk.is.


Fréttir

05.11.2024
18.10.2024

Hafa samband