Á miðvikudögum er Telma Dögg Guðlaugsdóttir atvinnulífstengill yfirleitt að störfum í húsakynnum VIRK í Borgartúni og þar hittum við hana fyrir. Hennar vinnustaður er þó í Reykjanesbæ þar sem hún aðstoðar þjónustuþega VIRK á Suðurnesjum í atvinnuleit.
„Þessi vegferð undanfarinna 15 ára hefur verið bæði skemmtileg og gefandi en líka stundum krefjandi og þroskandi. Það sem hefur þó kannski þroskað mig mest er að fá innsýn inn í aðstæður og líðan þeirra einstaklinga sem leita til VIRK og að fá að heyra sögu þeirra til aukinnar vinnugetu og lífsgæða."
Össur Iceland og Vista fengu viðurkenningu sem VIRKt fyrirtæki á ársfundi VIRK nýverið. Viðurkenningin var þá veitt í fyrsta sinn og verður veitt árlega héðan í frá.