Fara í efni

Tveir Lúðrar til VIRK!

Til baka

Tveir Lúðrar til VIRK!

Það má ekkert lengur vitundarvakning VIRK sem unnin var í samstarfi við auglýsingastofnuna Hvíta húsið hlaut tvo Lúðra á Ímark-deginum þann 24. mars.

Lúðurinn eru verðlaun sem ÍMARK, samtök markaðs- og auglýsingafólks, og Samband íslenskra auglýsingastofa veita fyrir mest skapandi og árangursríkustu auglýsingar og kynningarherferðir hvers árs.

Það má ekkert lengur auglýsingin var valin besta kvikmyndaða auglýsingin í flokki almannaheilla og vitundarvakningin sjálf var valin besta herferðin í sama flokki. Alls hlutu auglýsingar VIRK 5 tilnefningar til Lúðursins í ár.

Vigdís framkvæmdstjóri, Reynir leikstjóri og Ingibjörg sviðsstjóri

Mikilvæg vitundarvakning vekur athygli

Það má ekkert lengur auglýsingin er hryggjarstykkið í vitundarvakningu um kynferðislega áreitni á vinnustöðum sem VIRK stendur fyrir í samstarfi við Hvíta húsið.

Markmið vitundarvakningarinnar er að beina sjónum að þessu þjóðfélagsmeini, vekja upp umræðu og vísa fólki inn á gagnlegt efni og upplýsingar á velvirk.is.

„Það er mjög ánægjulegt og mikilvægt að innihald og boðskapur vitundarvakningarinnar hafi náð athygli almennings og vakið fólk til umhugsunar um þetta mikilvæga málefni líkt og þessi verðlaun og niðurstöður rannsókna um áhrif vitundarvakningarinnar sýna,“ sagði Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri VIRK. „Við höfum lagt kraft í forvarnaverkefnið okkar undanfarin ár og þessi verðlaun hvetja okkur hjá VIRK áfram til dáða.“


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband