Velvirk í starfi
Velvirk í starfi
Velvirk í starfi er ný þjónusta forvarnasviðs VIRK sem miðar að því að efla starfsfólk og stjórnendur í starfi. Um er að ræða aukinn stuðning fyrir starfsmenn og stjórnendur í atvinnulífinu með það að markmiði að auka vellíðan í starfi og koma í veg fyrir brotthvarf af vinnumarkaði.
Hugmyndin er að mæta þörf starfsfólks og stjórnenda í atvinnulífinu fyrir ráðgjöf um mögulegar leiðir þegar því sjálfu eða samstarfsfólki líður ekki vel í vinnunni vegna álagstengdra einkenna eða vegna annarra aðstæðna sem hafa áhrif á framgang þess í starfi.
Stuðningsefni fyrir starfsfólk og stjórnendur
Á síðu Velvirk í starfi – Starfsfólk getur starfsfólk nálgast góð verkfæri og ráð til að þróa sig áfram í starfi og finna leiðir til að takast á við erfiðleika og úrlausnarefni sem það mætir í starfi sínu. Þar er fjallað um hvernig starfsfólk geti aukið starfsánægju sína, unnið með eigin starfsþróun, fundið leiðir til að takast á við streitu og kulnun, bætt samskipti og tekist á við orkuleysi. Þá eru gefin ráð um hvernig við getum mögulega stundað vinnu þrátt fyrir verki og veikindi.
Á síðu Velvirk í starfi – Leiðtogar geta stjórnendur og mannauðsstjórar nálgast góð ráð og verkfæri tengd mannauðsmálum í þeim tilgangi að skapa vinnustaðamenningu sem eykur vellíðan starfsfólks og styrkir vinnustaðinn. Þar er bent á hvaða stjórnunarstílar skila bestum árangri, hvernig traust og virðing eru grundvallar þættir í öllum samskiptum, hvaða réttindi og skyldur stjórnendur þurfa að þekkja og fylgja. Einnig eru lögð til verkfæri og leiðir til að styðja við starfsþróun starfsfólks, streitu og kulnun á vinnustaðnum og ýmislegt annað handhægt efni.
Auk þessa má finna á velvirk.is fjölbreytt úrval af efni til stuðnings vellíðunar í lífi og starfi.
Fáðu samband við sérfræðing
Nái efnið á velvirk.is ekki að svara spurningum notandans eða nýtast til að ná fram breytingum er velkomið að hafa samband við sérfræðing Velvirk í starfi.
Það er gert með því að senda inn fyrirspurn af virk.is eða hringja í síma VIRK 535 5700.