Meginskilyrði fyrir þjónustu hjá VIRK
- Að viðkomandi geti ekki sinnt starfi sínu að hluta eða öllu leyti eða tekið þátt á vinnumarkaði vegna hindrana af völdum heilsubrests sem rekja má til veikinda eða slysa. Um er að ræða fjarvistir frá vinnu í lengri tíma vegna heilsubrests af andlegum eða líkamlegum toga.
- Að markmið einstaklings sé að verða aftur virkur þátttakandi á vinnumarkaði, eða auka þátttöku á vinnumarkaði, svo fljótt sem verða má.
- Að geta og vilji sé til staðar til að taka markvissan þátt í starfsendurhæfingunni og fylgja þeirri áætlun sem þar er sett fram.
Auk þess er nauðsynlegt að:
- Einstaklingur þarf að vera fær um að axla ábyrgð á eigin lífi, geta tekið þátt í athöfnum daglegs lífs og sinnt nauðsynlegum þáttum starfsendurhæfingar.
- Einstaklingurinn hafi þörf fyrir þjónustuna og hún sé til þess fallin að auðvelda honum að fara aftur til vinnu.
- Þjónustan sé líkleg til árangurs á þeim tíma sem hún er veitt.
- Samráð sé við viðeigandi aðila, s.s. heimilislækni, meðferðaraðila og atvinnurekanda þegar við á.
Erlendir ríkisborgarar og þjónusta VIRK
Þessi skilyrði eru samkvæmt skipulagsskrá VIRK og lögum nr. 60/2012.
Til að einstaklingur eigi rétt á þjónustu VIRK þarf að liggja fyrir tilvísun frá lækni þar sem heilsubrestur sem hægt er að vinna með í starfsendurhæfingu er staðfestur. Ráðgjafar VIRK starfa alltaf í samráði við lækni. Mögulegt er fyrir lækni að fylla út og senda beiðni um þjónustu sem aðgengileg er í Sögu og á vefsíðu VIRK.
Öllu jöfnu hefur einstaklingur gagn af starfsendurhæfingu ef útlit er fyrir að hann komist ekki aftur í vinnu án markvissrar, sérhæfðrar aðstoðar og talið raunhæft og tímabært að auka starfsgetu með starfsendurhæfingu.