Upplýsingakerfi VIRK er tengt við Sögukerfi í gegnum Heklugáttina og koma flestar beiðnir rafrænt beint í gegnum það.
Læknar sem hafa ekki aðgang að Sögukerfi geta fyllt út beiðni læknis og sent hana í ábyrgðarpósti til; VIRK Starfsendurhæfingarsjóður, beiðni læknis, Borgartúni 18, 105 Reykjavík. Ófullnægjandi beiðni verður endursend. Sjá gagnlegan tékklista um upplýsingar sem þurfa að koma fram á beiðni um starfsendurhæfingu hér.
Jafnframt er hægt að senda beiðni rafrænt til VIRK í gegnum Signet Transfer, sem PDF-skjal. Til að senda beiðnir í gegnum Signet Transfer skráir sendandinn sig inn á vefgáttina með rafrænum skilríkjum og velur viðtakanda úr hópi fyrirtækja eða stofnana. Móttakandi greiðir fyrir sendinguna. Slóðin á vefgáttina er https://transfer.signet.is/Authed/Login