Petra Lind Einarsdóttir mannauðsstjóri HS Orku
Eitt af þeim fyrirtækjum sem hafa ráðið fólk frá VIRK í vinnu er HS Orka hf. Petra Lind Einarsdóttir er mannauðsstjóri hjá HS Orku.
„Áður en VIRK hóf starfsemi tókum við fólk í vinnu sem kom til okkar frá Vinnumálastofnun eða öðrum úrræðum sem unnu þá að því að koma fólki aftur út á vinnumarkaðinn. Fyrsti einstaklingurinn sem kom til okkar hafði lent í slysi og verið óvinnufær um tíma og fékk að reyna sig hjá okkur. Hann var aðstoðarmaður til að byrja með í hlutastarfi. Svo jók sá einstaklingur vinnuframlag sitt upp í fullt starf. VIRK kom síðar til sögunnar og þá höfðum við þessa reynslu til að styðjast við“ segir Petra Lind um tildrög þess að HS Orka hf réð fólk frá VIRK í vinnu.
„Þetta var fyrsta dæmið okkar en svo höfum við verið að taka þátt í samstarfi í þessum efnum á mismunandi tímum og við mismunandi aðila. Einn einstaklingur kom til dæmis til okkar í gegnum ráðgjafa sem var að aðstoða geðfatlaða og tengdist inn í VIRK. Viðkomandi einstaklingur starfaði hjá HS Orku í nokkurn tíma.“
Eru margir frá VIRK núna?
„Við tókum að okkur einstakling síðasta sumar sem við höfðum hug á að yrði áfram hjá okkur en það gekk því miður ekki upp. Því er enginn hjá okkur þessa stundina.“
„Sumir hafa blómstrað. Einn fór til dæmis í iðnnám og gekk það vel. Hann tekur nú fullan þátt í vinnumarkaðinum. Í öðru dæmi gekk vel framan af en svo veiktist einstaklingurinn og varð að hætta af þeim sökum. Þannig gengur þetta upp og ofan eins og lífinu. Ef við náum einstaklingum út á vinnumarkaðinum aftur þá er markmiðinu með samstarfinu við VIRK náð.“
Áætlanir mismunandi eftir einstaklingum
Hvað hafið þið lagt áherslu á í samstarfinu við þá sem koma frá VIRK?
„Áherslan hjá okkur er að viðkomandi hafi hlutverk hjá fyrirtækinu. Sé hluti af samfélaginu okkar. Við höfum líka lagt áherslu á einstaklingurinn fá sinn „mentor“, það er einhvern sem styður hann í starfinu. Við höfum verið með fjóra einstaklinga sem hafa komið frá VIRK eða forvera þeirra þegar allt er talið. Þrír komu beint frá VIRK en einn var einstaklingur sem var í starfi hjá okkur og var við það að hætta vegna veikinda. Þá fórum við í samstarf við VIRK til að aðstoða hann við að halda vinnugetu. Hann var þá hjá okkur í hlutastarfi ásamt því að vera í öðrum úrræðum hjá VIRK. Samstarfið gekk mjög vel á milli okkar, VIRK og starfsmannsins, það vel haldið utan um hann. Þetta gekk framan af ágætlega en því miður missti viðkomandi heilsuna í þeim mæli að hann gat ekki unnið.“
Hvernig hefur gengið að setja upp áætlanir með VIRK?
„Það er mjög mismunandi hvernig áætlanir við höfum sett upp í samstarfi við einstaklinga og VIRK. Það fer eftir því hvaðan viðkomandi kemur, hvernig hann er staddur heilsufarslega og hvernig aðstæður hans eru að öðru leyti.“
Hafa komið upp vandkvæði í sambandi við þá einstaklinga sem koma frá VIRK?
„Ég myndi ekki segja það hins vegar hafa einstaklingarnir verið misjafnlega á sig komnir. Sumir hafa blómstrað. Einn fór til dæmis í iðnnám og gekk það vel. Hann tekur nú fullan þátt í vinnumarkaðinum. Í öðru dæmi gekk vel framan af en svo veiktist einstaklingurinn og varð að hætta af þeim sökum. Þannig gengur þetta upp og ofan eins og lífinu. Ef við náum einstaklingum út á vinnumarkaðinum aftur þá er markmiðinu með samstarfinu við VIRK náð.“
Eru þið tilbúin til að taka fleiri í vinnu frá VIRK?
„Já við eru alltaf til í samstarf við VIRK og einstaklinga sem koma þaðan. Þó verður að taka tilliti til rekstursins og hvers einstaklings fyrir sig.“
VIRK hefur þróast mjög jákvætt
Hvernig hafa þeir sem komu frá VIRK aðlagað sig vinnustaðnum?
„Í flestum tilvikum mjög vel. Einn þeirra spilaði á gítar og hélt uppi stuði í starfsmannasamkvæmum sem dæmi. Allir hafa þeir aðlagast ágætlega í starfi og leik og sumir sett mark sitt á vinnustaðinn í jákvæðri merkingu.“
Má þínu mati bæta eitthvað í samstarfinu við VIRK?
„VIRK hefur þróast mjög jákvætt síðan það tók til starfa. Allir ferlar og þessháttar er miklu betra og skýrara en það var í upphafi. Þetta verður til þess eðlilega að allt samstarf við fyrirtækið verður betra. Ég er mjög hrifin af forvarnarstarfinu sem nú er komið á hjá VIRK.“
Eru þið tilbúin til að ráða fólk í hlutastörf?
„Í öllum þessum tilvikum sem að framan greinir hafa viðkomandi byrjað í hlutastörfum og við værum tilbúin að hafa það þannig áfram.
HS Orka er stoltur félagi í Festu, miðstöð um samfélagslega ábyrgð, með því viljum sína okkar ábyrgð á hvernig við getum haft áhrif á fólk og umhverfið. Einnig erum við meðlimir að grundvallarviðmiðum UN Global Compact sáttmálans á sviði mannréttinda, vinnumála, umhverfis og spillingar og höfum við sett okkur markmið í tengslum við það. Sú vinna hjálpar okkur að ramma enn betur inn það góða samstarf sem við höfum átt við VIRK í gegnum árin. “
Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir
Mynd: Lárus Karl Ingason