Fara í efni

Tveir lúðrar til VIRK – og ein FÍT verðlaun

Til baka

Tveir lúðrar til VIRK – og ein FÍT verðlaun

Kombakk vitundarvakning VIRK sem unnin var í samstarfi við auglýsingastofuna Hvíta húsið hlaut tvo Lúðra á Ímark-deginum þann 7. mars. Kombakk auglýsingin var valin besta kvikmyndaða auglýsingin í flokki almannaheilla og vitundarvakningin sjálf var valin besta herferðin í sama flokki.

Þá hlutu teikningar Hrefnu Lindar Einarsdóttur og Péturs Stefánssonar, gerðar fyrir Höfuð herðar hné og tær vitundarvakninguna sem VIRK stóð að með Vinnueftirlitinu, nýverið gullverðlaun Félags íslenskra teiknara í flokki myndlýsingaraða.

Báðar þessar vitundarvakningar minna okkur á mikilvægi þess að við sem samfélag tökum vel á móti þeim sem eru að koma inn á vinnumarkaðinn - hvort sem verið sé að snúa aftur eftir veikindi eða slys eða að taka fyrstu skrefin inn á vinnumarkaðinn.


Fréttir

10.03.2025
14.02.2025

Hafa samband