Fara í efni

81% telja að VIRK hafi mikla þýðingu

Til baka

81% telja að VIRK hafi mikla þýðingu

81% svarenda telja að VIRK Starfsendurhæfingarsjóður hafi mikla þýðingu fyrir íslenskt samfélag samkvæmt viðhorfskönnun Maskínu sem gerð var í febrúar.

Í sömu könnun kom fram að 26% aðspurðra þekkja vel til VIRK, 39% þekkja í meðallagi  til VIRK en 35% þekkja illa til starfsemi starfsendurhæfingarsjóðsins. 

Sjá einnig: 77% jákvæðir gagnvart VIRK.

Viðhorfskönnunin er nýjasti liðurinn í viðleitni til þess að meta þjónustu VIRK og árangur og nýtist til þess að þróa starfsemina áfram. Hún er viðbót við þjónustukönnun VIRK, við árlegt mat Talnakönnunar á ávinningi af starfsemi VIRK og öðrum árangursmælikvörðum sem finna má samantekna á vefsíðu VIRK.  

Viðhorfskönnunin var gerð af Maskínu fyrir VIRK dagana 7. til 23. febrúar 2022. Viðhorfskönnunn fór fram á netinu og var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr þjóðskrá.

Svarendur voru 1.897 talsins á öllu landinu, 18 ára og eldri. Gögnin voru vegin til samræmis við tölur Hagstofunnar þannig að hópurinn sem svarar endurspeglar þjóðina út frá kyni, aldri og búsetu.


Fréttir

14.01.2025
19.12.2024

Hafa samband