Fara í efni

Greinar og viðtöl

Geðheilbrigði og tækni

Á síðastliðnum árum hefur orðið mikil aukning á úrræðum sem ætlað er að bæta líðan, geðheilbrigði og lífsgæði fólks í gegnum netið eða snjallsímaforrit. Rannsóknir benda til að nánast helmingur fólks þjáist einhvern tímann á lífsleiðinni af geðröskun. Rannsóknir benda einnig til að almennt sé frekar erfitt að fá viðeigandi meðferð við geðröskunum og að það eigi við á Íslandi eins og víðast hvar annars staðar.

Það vilja allir vera „Svalir“

Mikilvægt er að stjórnendur þekki einkenni streitu og hvernig streita þróast. Streitustiginn er verkfæri sem finna má á velvirk.is sem vinnustaðir geta nýtt sér. Á Streitustiganum getur fólk mátað líðan sína miðað við eftirfarandi stig: Svalur – Volgur – Logandi – Bráðnaður - Brunnin.

Fjölgum hlutastörfum og aukum sveigjanleika á vinnumarkaði

VIRK leggur áherslu á að skapa fjölbreytt tækifæri fyrir einstaklinga í þjónustu og styðja þá til endurkomu inn á vinnumarkaðinn. Á hverju ári útskrifast fjöldi einstaklinga úr starfsendurhæfingu frá VIRK og er tæplega 80% þeirra virk á vinnumarkaði við útskrift; fer í vinnu, nám eða virka atvinnuleit.

Við viljum öll taka þátt og hafa hlutverk í samfélaginu

Frá því að VIRK hóf starfsemi fyrir um 12 árum hafa þúsundir einstaklinga nýtt sér þjónustuna og náð að koma sér aftur inn á vinnumarkaðinn. Starfsemi VIRK hefur því gríðarlega þýðingu fyrir samfélagið, einstaklinga og fyrirtækin í landinu. Mikilvægt er að hjálpa og fjárfesta í fólki.

Fræðsla, forvarnir og heilsuefling

Forvarnir spila mikilvægt hlutverk í starfi VIRK. Hæst ber verkefnið VelVIRK sem sinnir fræðslu og stuðlar að heilsueflingu á vinnustöðum og hefur vakið marga til umhugsunar um streituvalda.

Samvinna og samstarf

Í flóknu kerfi er alltaf hægt að gera betur og það er hlutverk allra aðila velferðarkerfisins að leita sífellt nýrra leiða til að bæta þjónustu og samvinnu milli kerfa og stofnana. Til að slíkt sé mögulegt þá er mikilvægt að menn komi sér saman um sameiginlega sýn þar sem hagsmunir einstaklinga og samfélagsins í heild sinni eru í forgrunni.

VIRK Atvinnutenging – Þátttaka stuðlar að heilbrigðu samfélagi

VIRK Starfsendurhæfingarsjóður var stofnaður árið 2008 til að styðja við einstaklinga og atvinnurekendur og auðvelda endurkomu til vinnu. Enn í dag er þetta mikilvægt hlutverk VIRK - að styðja og efla starfsgetu einstaklinga sem hafa vilja og getu til þess að komast aftur á vinnumarkað í kjölfar veikinda eða slysa.

Ungt fólk í starfsendurhæfingu

Í byrjun árs 2019 var sett af stað samstarfsverkefni um bætt lífskjör og lífsgæði ungs fólks með skerta starfsgetu á vegum félagsmálaráðuneytisins, heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Tryggingarstofnunar ríkisins, velferðarðsviðs Reykjavíkurborgar, Vinnumálastofnunar og VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs

Hafa samband