Þjónustuþeginn er virkur þátttakandi í ferlinu öllu og hefur áhrif á framvinduna. Ráðgjafinn hefur samband reglulega og fer yfir næstu skref, til dæmis hvort þurfi að uppfæra eða breyta áætlun um endurkomu inn á vinnumarkað.
Mikilvægt er að hætta ekki eða gera hlé á starfsendurhæfingunni í miðri áætlun heldur fylgja henni eftir ef nokkur kostur er. Ef breyting verður á aðstæðum þjónustuþega sem hefur áhrif á starfsendurhæfinguna er mikilvægt að eiga samráð við ráðgjafa sinn.
Finna má gagnlegar upplýsingar fyrir þá sem eru að huga að endurkomu til vinnu eftir veikindi eða slys hér.