Þjónustuþegar VIRK geta sótt um endurgreiðslu útlagðs kostnaðar vegna sjúkraþjálfunar.
Sjá nánar hvernig það er gert hér fyrir neðan.
Um endurgreiðsluna gilda eftirfarandi reglur:
Eingöngu er endurgreiddur hlutur einstaklings hjá sjúkraþjálfara sem er hluti af starfsendurhæfingaráætlun hjá VIRK frá því að einstaklingur hefur þjónustu hjá ráðgjafa VIRK.
Endurgreiðsla miðast að lágmarki við 15.000 kr. útlagðan kostnað.
Endurgreiðsla er að hámarki 45.000 kr. fyrir almanaksárið 2025 (40.000 kr. fyrir árið 2024).
Til að sækja um endurgreiðsluna þarf að:
Hlaða upp gögnunum hér að neðan á PDF formi inn á „Mínar síður“ hjá VIRK:
- Útfyllt umsóknareyðublað. Mikilvægt er að bankaupplýsingar séu rétt fylltar út svo hægt sé að millifæra styrkinn.
- Kvittun/reikning/greiðsluyfirlit frá sjúkraþjálfara þar sem fram kemur dagsetning tíma sem mætt var í og að greiðsla hafi átt sér stað (greiðsluseðill/kvittað/greitt).
Senda póst á gogn@virk.is þar sem þú tekur fram að þú sért að sækja um styrk vegna sjúkraþjálfunar sem inniheldur nafn umsækjanda og ráðgjafa.
Á myndinni hér að neðan sést nánar hvar hægt er að hlaða upp skjölum á mínum síðum VIRK: