Fara í efni

Virkur vinnustaður á ríkt erindi

Til baka
Rannveig Júníana Bjarnadóttir
Rannveig Júníana Bjarnadóttir

Virkur vinnustaður á ríkt erindi

Starfsfólk leikskólans Gullborgar við Rekagranda í Reykjavík hafa verið þátttakendur í Virkum vinnustað, þróunarverkefni á vegum VIRK síðan 2011.

VIRK fór af stað með þróunarverkefnið í samvinnu við atvinnurekendur en markmið þess er að veita stjórnendum og starfsmönnum fræðslu og aðstoð við að móta og innleiða stefnu um velferð og fjarvistir. Áhersla er lögð á jákvæða og heilsusamlega nálgun, með þátttöku stjórnenda og starfsmanna við þarfagreiningu vinnustaðarins, og útfærslu á stefnu og leiðum eftir því sem best hentar hverri starfsemi.

Rannveig Júníana Bjarnadóttir leikskólastjóri á Gullborg segir þátttökuna í Virkum vinnustað hafi m.a. orðið til þess að starfsmenn hafi unnið saman starfsmannastefnu, heilsustefnu og fjarvistarstefnu en þróunarverkefnið hafði einkum áhrif á hvernig tekið er á málum sem varða fjarvistir Gullborg. Þá hafi fræðslan frá VIRK hafi verið mjög góð sem og sá stuðningur sem þróunarverkefninu fylgdi.

„Samstarfið við VIRK hefur verið mjög gott. Ráðgjafar þaðan hafa verið okkur innan handar við gerð starfsmannastefnu og fjarverustefnu. Þessi málaflokkar eru nú unnir á markvissari hátt en áður vegna þessa samstarfs. Í fyrri viðhorfskönnun, sem gerð var í upphafi verkefnisins fyrir um þremur árum kom fram að starfsfólkið var almennt ánægt. Gullborg kom í heild vel út úr þeirri könnun. Núna fyrir skömmu var ný könnun gerð, en niðurstöður hennar liggja ekki fyrir ennþá.

Svona þróunarverkefni eins og Virkur vinnustaður á vissulega ríkt erindi inn á vinnustaði og tekst betur til ef starfsfólkið leggur sig fram og einhver utanaðkomandi, í okkar tilviki VIRK, heldur utan um þróunarferlið.“ segir Rannveig Júnía m.a. í viðtali sem sjá má í heild sinni hér.

Nánari upplýsingar um Virkan vinnustað má finna hér.


Fréttir

06.06.2024
30.04.2024

Hafa samband