Fara í efni

VIRK leitar að öflugum sérfræðingi á sviði starfsendurhæfingar

Til baka

VIRK leitar að öflugum sérfræðingi á sviði starfsendurhæfingar

VIRK - Starfsendurhæfingarsjóður leitar að öflugum og metnaðarfullum sérfræðingi til að stafa að fjölbreyttum verkefnum á sviði starfsendurhæfingar.  Hér gefst einstakt tækifæri til að vinna að uppbyggingu, þróun og  þjónustu á sviði atvinnutengdrar starfsendurhæfingar á vinnumarkaði. Um er að ræða mjög krefjandi starf.  Starfið var auglýst í Fréttablaðinu um síðustu helgi.

Menntunar- og hæfniskröfur vegna starfsins eru eftirfarandi:

  • Háskólamenntun á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda sem nýtist í starfi (t.d. á sviði félagsráðgjafar, hjúkrunar, iðjuþjálfunar, náms- og starfsráðgjafar, sálfræði, eða sjúkraþjálfunar )
  • Víðtæk reynsla og þekking á sviði starfsendurhæfingar er æskileg
  • Fagmennska, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Mjög góð skipulags- og samskiptahæfni
  • Leiðtogahæfileikar og jákvætt viðmót
  • Sveigjanleiki, færni og vilji til að tileinka sér nýja þekkingu og vinnubrögð
  • Góð tölvukunnátta og gott vald á íslensku, ensku og einu norðurlandamáli
  • Góð færni í að koma frá sér máli í ræðu og riti
Umsóknarfrestur er til 8. júlí nk.  Hagvangur hefur umsjón með ráðningunni og nánari upplýsingar um starfið og ráðningarferilinn er að finna á heimasíðu Hagvangs www.hagvangur.is


Fréttir

05.11.2024
18.10.2024

Hafa samband