Fara í efni

Undirbúningur starfsemi

Til baka

Undirbúningur starfsemi

Undirbúningur að faglegri vinnu og uppbyggingu hjá Endurhæfingarsjóði hófst í ágúst 2008 og þessa dagana er þessi vinna í fullum gangi.. Verið er að móta starf ráðgjafa hjá sjúkrasjóðum stéttarfélagana, safna upplýsingum og vinna í mótun gátlista og matskerfa í samvinnu við fleiri aðila. 

Starfsmenn Endurhæfingarsjóðs hafa einnig lagt áherslu á að kynna sér starfsemi sjúkrasjóða stéttarfélaga og funda með væntanlegum samstarfsaðilum m.a. innan stéttarfélaga og lífeyrissjóða.

Mikilvægur þáttur í undirbúningsferlinu er einnig upplýsingasöfnun.  Verið er að safna saman upplýsingum um endurhæfingarúrræði um allt land og einnig eru starfsmenn sjóðsins að kynna sér þær leiðir og þær aðferðir sem notaðar eru í starfsendurhæfingu t.d. á hinum Norðurlöndunum.

Í nóvember er áætlað að stíga ákveðin tilraunaskref í samvinnu við 2-3 sjúkrasjóði þar sem á að prufukeyra gátlista og móta nauðsynlega fræðslu og stuðning við ráðgjafana.
Stefnt er að því að taka fyrstu formlegu skrefin í þjónustu við starfsmenn í byrjun árs 2009.  Það er þó ljóst að starfsemi sjóðsins mun byrja á ákveðnum afmörkuðum skrefum en aukast síðan með auknu fjármagni og aukinni þekkingu og reynslu allra aðila.

Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband