Fara í efni

Trúnaðarmannafræðsla

Til baka
Frá trúnaðarmannafræðslu
Frá trúnaðarmannafræðslu

Trúnaðarmannafræðsla

Frá stofnun VIRK hefur Félagsmálaskóli alþýðu kallað til sérfræðinga þaðan til að sjá um fræðslu á trúnaðarmannanámskeiðum skólans. Markmið fræðslunnar er að trúnaðarmenn á vinnustöðum öðlist þekkingu á starfsemi VIRK, hlutverki sjóðsins og aðferðum. Þannig eru þeir betur í stakk búnir til að upplýsa samstarfsfólk sitt og benda þeim á þá aðstoð sem VIRK býður.

Efni sem farið er yfir í trúnaðarmannafræðslunni er m.a:

Hugmyndafræði VIRK og hlutverk

Hverjir hafa þörf fyrir starfsendurhæfingu

Að trúnaðarmenn bendi einstaklingum á sínum vinnustað á aðstoð VIRK vegna tíðra veikindafjarvista og langvarandi veikindafjarvistar

Vangaveltur um hlutverk trúnaðarmanna í starfsendurhæfingu

Áherslan á endurkomu til vinnu

Starf ráðgjafa


Fréttir

06.06.2024
30.04.2024

Hafa samband