Trúnaðarmannafræðsla
Til baka
26.10.2011
Trúnaðarmannafræðsla
Að undanförnu hefur sérfræðingur á vegum VIRK ásamt ráðgjöfum í starfsendurhæfingu verið með fræðslu fyrir trúnaðarmenn og talsmenn stéttarfélaga um hugmyndafræði VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs, framkvæmd og árangur. Fræðslan er á vegum Félagsmálaskóla Alþýðu og er markmið hennar að trúnaðarmenn öðlist þekkingu á sjóðnum, hlutverki hans og aðferðum.
Trúnaðarmenn eru hvattir til að benda einstaklingum á sínum vinnustað á aðstoð VIRK ef heilsubrestur veldur skertri vinnugetu.
Fræðslan hefur gengið vel og hafa trúnaðarmenn verið áhugasamir um efnið. Þeir eru jákvæðir í garð
sjóðsins og hefur verið lærdómsríkt fyrir sérfræðing og ráðgjafa VIRK að eiga samtöl við trúnaðarmennina sem
margir hverjir búa yfir mikilli reynslu.