Þróun á starfsgetumati vekur athygli
Til baka
20.09.2012
Þróun á starfsgetumati vekur athygli
Norræn ráðstefna um starfsendurhæfingu var haldin í Grenå í Danmörku í síðustu viku. Þessi ráðstefna var
mjög áhugaverð þar sem bæði var farið yfir mismunandi bótakerfi Norðurlanda, fyrirkomulag starfsendurhæfingar og niðurstöðu reynslu
og rannsókna á sviði starfsendurhæfingar á Norðurlöndunum. Ráðstefnuna sóttu 180 manns og komust mun færri að en vildu.
Á þessari ráðstefnu héldu fulltrúar VIRK erindi m.a. um starfsemi VIRK og þá þróun sem hefur átt sér stað hjá
VIRK undanfarin 4 ár við uppbyggingu starfsgetumats. Starfsgetumatið sem hefur verið í þróun hjá VIRK byggir m.a. á tilteknum
kjarnasöfnum ICF og er ferill hvatningar og íhlutunar auk þess sem áhersla er lögð á þverfaglega aðkomu að flóknum málum og
mikilvægi samvinnu við mismunandi fagfólk og stofnanir um allt land. Á ráðstefnunni var bæði farið yfir uppbyggingu og hugmyndafræði
matsins og eins farið yfir ýmsa tölfræði um notkun og árangur. Þessar kynningar vöktu mikla athygli annarra ráðstefnugesta og
fjölmargar fyrirspurnir og óskir um samstarf á þessum vettvangi bárust frá fulltrúum annarra Norðurlanda á þessari
ráðstefnu.