Fara í efni

Þrjár tilnefningar til stjórnunarverðlauna

Til baka
Jónína, Vigdís og Auður
Jónína, Vigdís og Auður

Þrjár tilnefningar til stjórnunarverðlauna

Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri, Auður Þórhallsdóttir sviðsstjóri mannauðsmála og Jónína Waagfjörð, sviðsstjóri þróunar atvinnutengingar eru tilnefndar til stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2019. Vigdís hlaut stjórnunarverðlaunin árið 2015.

Verðlaunin, sem nú verða veitt í tíunda sinn, eru veitt stjórnendum fyrirtækja sem skara framúr á sínu sviði og er ætlað að „vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda, örva umræðu um faglega stjórnun og hvetja félagsmenn til að auka þekkingu sína, hæfni og færni sem stjórnendur."

Dómnefnd Stjórnunarverðlaunanna 2019 stefnir að því að veita verðlaun í þremur mismunandi flokkum í þetta sinn: Frumkvöðull, millistjórnandi og yfirstjórnandi. Stjórnunarverðlaunin verða afhent 28. febrúar.

Hér má sjá þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi árið 2019. 


Fréttir

05.11.2024
18.10.2024

Hafa samband