Frestað! Þegar karlar stranda – og leitin að jafnvægi.
Frestað! Þegar karlar stranda – og leitin að jafnvægi.
Vegna hertra sóttvarnarreglna og tilmæla um að takmarka ferðalög milli landshluta hefur verið ákveðið að fresta ráðstefnunni.
,,Þegar karlar stranda – og leitin að jafnvægi. Hvernig tökum við umræðuna um líðan og stöðu karlmanna upp á næsta stig?" er yfirskrift ráðstefnu sem VIRK Starfsendurhæfingarsjóður og Háskólinn á Bifröst standa fyrir um karlmennsku, mismunandi líðan karla og stöðu þeirra á Bifröst föstudaginn 9. október kl. 14-16.
Ráðstefnan er haldin í tenglsum við útkomu nýrrar bókar ,,Þegar karlar stranda – og leiðin í land” sem Sirrý Arnardóttur skrifaði og Veröld gefur út í samstarfi við VIRK.
Á ráðstefnunni segja karlar frá ólíkri reynslu sinni af því að stranda. Allt frá því að detta út úr skóla/vinnu en festast við tölvuna í ofsakvíða og óvirkni - yfir í streitu og ofurálag í stjórnendastarfi og lenda í alvarlegri kulnun.
Sérfræðingar á vegum VIRK ræða um karla og streitu og um leitina að jafnvægi. Og um vaxandi vandamál: Óvirkni karlmanna sem loka sig af inni við tölvuna. Pendúllinn í samfélaginu í dag getur sveiflast frá vanlíðunar vegna álags/streitu og yfir í algjöra óvirkni. Hvernig finna karlmenn jafnvægið?
Dagskrá
Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra opnar ráðstefnuna.
Pétur Guðjónsson rafmagnsverkfræðingur og fyrrum framkvæmdastjóri hjá Marel segir frá reynslu sinni af alvarlegri kulnun.
Númi Ólafsson starfsmaður á leiksskóla segir frá reynslu sinni af því að festast í ofsakvíða og óvirkni við tölvuna.
Þórarinn Þórsson starfsendurhæfingarráðgjafi hjá VR og VIRK talar um að hafa kjark til að leita sér hjálpar.
Eysteinn Eyjólfsson verkefnastjóri almannatengsla og útgáfu hjá VIRK ræðir karla og VIRK.
Þorsteinn V. Einarsson meistaranemi í kynjafræði við HÍ ræðir um það hvernig við tökum umræðuna um karlmenn og líðan þeirra á næsta stig.
Sirrý Arnardóttir stýrir ráðstefnunni.