Fara í efni

Hvar ert þú á Streitustiganum?

Til baka

Hvar ert þú á Streitustiganum?

Meðan streita er fullkomlega eðlilegur hlutur af lífi okkar og í raun nauðsynleg þegar staðið er frammi fyrir áskorunum eða ógnum þá getur langvarandi streita haft alvarleg áhrif.

Í miðri alþjóðlegri viku vitundarvakningar um streitu hefur VIRK gefið út handhægan bækling með Streitustiganum og ráðum gegn langvarandi streitu.

Streitustiginn er verkfæri sem sýnir á einfaldan hátt hvernig streita getur þróast. Hægt er að nýta sér bæklinginn og meta streitu út frá þeim einkennum sem listuð eru upp í stiganum og skoða hvað er til ráða ef bregðast þarf við.

Neðangreint þarf að hafa i huga:

  • Horfast í augu við hvað veldur álaginu, taka stjórn og fá aðstoð ef þarf.
  • Hreyfa þig. Það eru allir sammála um mikilvægi hreyfingar til að ná niður streitu.
  • Koma reglu á svefn. Mikilvægi svefns verður seint ofmetið.
  • Borða holla fæðu. Þú ert það sem þú borðar.
  • Hvílast. Taka pásur í vinnu og hvílast í fríum.
  • Umgangast fólk sem þér líður vel með innan og utan vinnu. Maður er manns gaman.
  • Þiggja aðstoð. Forðast að láta stoltið skerða lífsgæði þín.
  • Hafa stjórn á notkun samfélagsmiðla.
  • Veita umhverfi þínu athygli og njóta samskipta.

Bæklingurinn er fáanlegur á skrifstofu VIRK í Guðrúnartúni 1 og verður dreift sem víðast.

Sjá nánar um Streitustigann á velvirk.is - t.d. hvernig hægt er að viðhalda „svala" stiginu og draga úr streitu á vinnustað.


Fréttir

05.11.2024
18.10.2024

Hafa samband