Fara í efni

Starfshópur um andlega þætti í sérhæfðu mati

Til baka

Starfshópur um andlega þætti í sérhæfðu mati

Um miðjan september tók til starfa hópur sem mun skoða sérhæft mat VIRK, með tilliti til andlegra þátta í matinu.  Hópurinn mun skoða þá þætti sem í dag eru hluti af matinu, fara yfir erlendar rannsóknir á þessu sviði og skoða þekkta þætti sem geta skipt máli fyrir endurhæfingu.  Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á sérhæfða matinu benda til þess að þörf sé á að bæta andlega þætti í því.
Í hópnum eru Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir, Valgerður Baldursdóttir geðlæknir, Rúnar H. Andrason sálfræðingur, Davíð Vikarsson sálfræðingur og frá VIRK Sveina Berglind Jónsdóttir sálfræðingur og Smári Pálsson taugasálfræðingur.

Fréttir

05.11.2024
18.10.2024

Hafa samband